Það væri ekki nema á Kukkiwon síðu, en ég held að Taeguk munstrin á þessari síðu og taekwondo.is séu á vegum Kukkiwon. Ég held að þetta geti bara verið frekar gamalt svo og gaurinn líka, hann er að gera munstur upp í 9.dan.
Pangwe 1-8 eru fyrir 2.dan allaveganna sumstaðar, getur verið mismunandi milli skóla eins og svo margt annað.
Í palgwe er erfiðari tækni en í taeguk, gott til að æfa tækni en er ekkert til prófs nema 2.dan.
Munstrið sem palgwe myndar ef að teiknaðar eru línur á gólfið er eins og stórt I, en taeguk er ein og I með auka - í miðjunni.
Í palgwe eru miklu fleiri varnir en í taeguk og þar af leiðandi færri árásir.
Kihap (öskur) er í endan á öllum taeguk nema nr.6 þar er það inn í munstrinu, en í palgwe eru alltaf 2 kihap á sitthvorum staðnum inn í munstrinu en ekki neitt kihap í endann.
Og svo hafa taeguk munstrin mikla heimspekilega merkingu (hægt að skoða á taekwondo.is) en ég veit ekki með pagwe munstrin.
Bara svona smá skilgreiningar :)
Já og á síðunni sem er hérna er konan sem gerir palgwe munstrin ekki í taekwondo heldur tangsoodo, sem er e-r önnur kóresk bardagalist, eins og gaurinn í Guinnes world records með nálarnar og standa á hnífunum og það allt saman :)