Ég var eitthvað búinn að spyrja um hvort það væri hægt að setja fítus þar sem fólk sendir inn myndbönd eins og það sendir einn myndir, það var víst ekki hægt. Bæði vegna aukapláss sem það myndi taka og svo líka framkvæmdin á því yrði frekar stirð (ég þarf alltaf að hafa samband við einhvern sem hefur aðgang til að geta bætt file's inn á static.hugi.is og spyrja hvort það sé möguleiki að bæta öðru video inn og senda honum svo texta file sem er með URL af myndbandinu). Þannig það var víst ekki hægt.
Ef video'in eru host'uð annars staðar, er að sjálfsögðu lítið mál að hafa smá box hérna þar sem hægt er að bæta inn í linkum á video á öðrum síðum (þá er vinsælla að hafa það innanlands til að spara fólki kostnaðinn við download :) og hafa smá safn þannig, en það er víst svolítið mál að láta geyma það á huga (svo kemur alltaf þetta inní með höfnudaréttinn, ég fékk sérstakleag leyfi frá SherDog til að hafa myndböndin hans á huga og sýndi admin það), væri erfitt að sjá hvort að þeir sem gerðu myndböndin upphaflega yrðu sáttur ef vitað væri að þau væru á annarra manna síðum.
En eins og ég segi ef það er áhugi fyrir að koma upp linkasafni hérna á video sem eru host'uð annars staðar er það vel hægt.