Grein frá www.taekwondo.is

—————————
Á síðasta TKÍ fundi sem haldinn var nú á dögunum, var Sverrir Tryggvason valinn sem landsliðsþjálfari Taekwondo á Íslandi. Sverrir hefur langa reynslu í sparring (bardaga), og hefur sjálfur unnið til margra verðlauna á mótum innanlands og utan. Sverrir hefur æft íþróttina síðan 1989, og hefur í dag 2. dan.

Ákvörðun TKÍ um að Sverrir Tryggvason verði landsliðsþjálfari, var samþykkt samhljóða.

Sverrir er þessa dagana að vinna í skipulagningu og dagskrá æfinga. Fyrsta æfingin hefur verið ákveðin, en hún verður haldin 22. október 2002 í íþróttahúsi Ármanns við Einholt, kl 17:30 - 19:00.

Nánari upplýsingar um æfinguna 22. október er að finna hér: http://www.taekwondo.is/default.asp?Doc=250&ID=964&Head =238

Texti: Erlingur Jónsson