Æfingabúðir á Akureyri 25.-27.okt.
Þór á Akureyri mun halda æfingabúðir helgina 25.-27. október 2002. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá æfingalega og félagslega séð. Dagskráin samanstendur að sjálfsögðu af æfingum, en einnig verður t.d. farið í sund á Þelamörk og einnig í þeirri sígildu sundlaug Akureyrar. Einnig verður farið út að borða saman og ásamt mörgu fleiru.
Æfingadagskráin hefst strax á föstudagskvöldið kl. 19, og síðasta æfing verður svo á sunnudeginum um hádegisbilið.
Æfingabúðirnar kosta aðeins 3500 á mann, og innifalið í því verði er tveggja nætur gisting í Þórsheimilinu, morgunmatur laugardag og sunnudag, 2svar í sund og síðast en ekki síst hlaðborð á Greifanum.
Allir eru hvattir til að mæta, og hitta Akureyringana, sem án efa munu leggja sig alla fram við gestrisnina.
Hér er dagskráin:
Föstudagurinn 25 0kt
Mætt og komið sér fyrir
19:00-20:00 Æfing í Laugargötu
20:30-? Sund á Þelamörk
Snarl / Matur
24:00 Þórsheimili
Laugardagurinn 26 0kt
07:45-08:45 Morgunmatur
09:00-11:00 Æfing
12:00-13:00 Æfing hjá 9-13 ára framh
12:00-13:00 Æfing hjá 8-14 ára byrjendur
12:00-13:00 Og 14 ára og eldri byrjendur
13:00-14:00 Hádegishlé
14:00-16:00 Æfing
16:00-18:00 Sund í Akureyrarlaug
18:00-20:00 Óvænt stund í sveitasælunni
20:40-? Út að borða í hlaðborð á Greifanum
Ró ? Frjálst
Sunnudagurinn 27 okt
10:30 -11:45 Morgunmatur
12:00 -14:00 Æfing
Allar nánari upplýsingar er að finna hjá Þórdísi Úlfarsdóttur
í síma 866-8601 / 462-7948
Upplýsingar: Akureyri2002.doc
Stjórnandi á