Kæri Semperfi, ég er ekki sammála því að Ninjutsu/jitsu og Jujitsu/jutsu sé í raun sama bardagalistin með smá öðrum áherslum. Með áherslum, áttu við hvað er lagt áherslu á við kennslu á listinni en það er nú bara þannig að bæði vopn og annar útbúnaður sem og einnig bardagatækni er allt allt öðruvísi. Jujitsu er oft kennd við samuraija, sem þú kannast eflaust við, þeir t.d. notuðu sverð “katana” sem er mun lengra heldur en “katana” sem ninjur notuðu, það var þráðbeint og mun styttra og báru ninjurnar það á bakinu svo þeir gætu klifrað og skriðið án þess að til þeirra heyrðist, en þá erum við komnir að öðru atriði sem var það að ninjur eru hermenn myrkursins og voru í raun morðingjar til leigu og voru jafnan leigðir af hershöfðingjum til þess að koma mikilvægum andstæðingum þeirra fyrir kattarnef. Ninja, sá sem stundaði Ninjitsu, gat einungis fæðst inn í “ninja-fjölskyldu” og voru því þeir einu sem kunnu Ninjitsu fjölskyldumeðlimir en fjölskyldurnar voru nokkrar, frægastar frá Iga og Koga. Það sem skiptir mestu máli í aðgreiningu Ninjitsu frá Jujitsu er að ninjur lærðu tilteknar sérhæfðar kennslur og æfingar en þær innihéldu svo að dæmi séu tekin: leiklist og dulargervi, bardaga í vatni, þær lærðu göngulög án þess að heyrðist til þeirra, notuðu sérstaka tabi-skó sem voru úr leðri, og var þá æft á hvernig undirlagi sem er t.d. trégólfi, snjó, grasi(einnig með laufum), klifurmennska, í Japan á þessum tíma voru kastalar úr tré og notuðu ninjur þá klifurklær(sem voru einnig vopn) til að klifra þá upp og önnur virki auk annarra miklu fleiri tóla. Ninjur lærðu einnig jurtalækningar, táknmál, bardagatækni með þeim ótalmörgu vopnum í Ninjitsu t.d. margar gerðir kasthnífa, keðjur með spjóti og krók á endanum sem voru einnig notaðar til klifurs, þess má geta að í Japan er heilt Þjóðminjasafn tileinkað Ninjum og Ninjitsu, þ.e.a.s aðeins hluta af vopnum og útbúnaði þeirra sem er þrátt fyrir það grýðarstór. Auk þess sem þær þurftu að vera nánast ósigrandi í óvopnuðum bardaga og notuðu þá gjarnan hlífar á höndum til að verjast sverðaárásir. Markmiðið var að ljúka verkefninu eins fljótt og hægt er án þess að óvinurinn yrði þess var fyrr en allt of seint. Um 5 ára aldur voru mörg liðamót ninja tekin úr lið svo að þær gætu síðar á ævinni gert það sjálf til að t.d. losa sig úr handjárnum. Allt þetta og fleira er það sem gerir Ninjitsu og aðgreinir það frá Jujutsu. Á daginn dulbjuggu Ninjurnar heimili sín fyrir aðkomumönnum og þóttust vera t.d. bændur auk þess sem allskonar sögur voru á kreiki að ninjur gætu labbað á vatni, í gegnum veggi og horfið að vild, þannig að fólk vildi ekkert vera að leita þær uppi, sem kom sér vel fyrir ninjurnar. Svo var gerð mikil atlaga gegn ninjum og aðeins fáir lifðu af og um það leyti hvarf Ninjitsu út í gleymsku og goðsagnir, og inn í nóttina.
Æfingin skapar meistarann