Upphafsmaður Judo var prófessor Jigoro Kano sem fæddur var í Japan 28. Október árið 1860. Fjölskylda Jigoro var af ágætum efnum og gat menntað Jigoro vel.
Hann sótti nám við Tokyo Imperial Háskólann. Jigoro var frekar veikburða framan af og er talið að það hafi átt sinn þátt í því að hann heillaðist af sjálfsvarnaríþróttum. Eftir Háskólanámið lagði Jigoro af stað til að finna sér kennara í sjálfsvarnaríþrótt en á þeim tíma var Jujitsu í miklum uppgangi í japan, svo Jigoro leitaði eftir jujitsu þjálfara.
Hann fann kennara sinn Hachinosuke Fukuda í Tenjin- Shinyo Skólanum og var hjá honum í eitt ár. Næstu ár æfði svo Jigoro hjá öðrum kennurum og náði góðum árangri í Jujitsu.
Jigoro æfði stíft og var alltaf að þróa sig í Jujitsu, hann útfærði gömul brögð og kom með nýjar útgáfur. Jigoro komst að þeirri niðurstöðu að sjálfsvarnarlist sú sem hann æfði kæmi sér vel ekki bara fyrir bardaga heldur líka fyrir átök daglegs lífs því þjálfun líkamanns krefst þjálfun hugans. Judo sem íþrótt eða bardagalist var svo afsprengi þeirrar þróunar sem Jigoro Kano hafði lagt í Jujitsu eftir að hann hefði tekið út allt það sem þótti hættulegt í Jujitsu.
Orðið Judo er í beinni þýðingu “Mjúka leiðin” og þetta á vel við því í hugmyndafræði Kano var alltaf miðuð við að nýta sér styrk og hreyfingar andstæðingsins sér til framdráttar. Árið 1964 var fyrst keppt í Judo á Ólympíuleikum það var í Tokyo þar sem 74 þátttakendur kepptu alls frá 27 löndum.
Sniðugar Judo síður:
www.judoland.is
&
www.vennijudo.com (Vernharð Þorleifsson, sem er náskildur mér)