Það er nokkuð greinilegt að þú hefur einungis horft á eldri keppnirnar af UFC, þar var vissulega allt leyft, en einnig voru bardagamennirnir mun verri en þeir í dag.
Reglurnar í UFC í dag eru í grófum dráttum: Svokallaðir “framhandleggir” leyfðir, er í raun bara ein tegund af olnbogahöggum, önnur högg (eins og að sla olnboganum niður, eins og hamri) eru ólögleg, öll högg í kynfæri eru bönnuð, hnéspörk, og öll önnur spörk eru óleyfileg ef andstæðingurinn er í gólfinu, bannað að skalla og svo er allt þetta gamla góða ennþá bannað (pota í augu eða stinga fingri inn í nokkurt líkamsop). Auk þess eru núna 5 viktarflokkar í UFC og bardögum skipt niður í 3x5mínútna lotur, eða 5x5mínútna lotur (5 lotur ef verið er að keppa um belti).
Þannig þú sérð að þetta eru orðin mun líkari bardaga en það var, en enga að síður er þetta sá vetvangur sem ég tel að það sé best að spreyta sig til að sjá hvar maður stendur gagnvart öðrum bardagaíþróttum.
Ég hef reynt að tala við sýn um að sýna þetta hjá sér, þeir sögðust hafa verið að skoða það og hefðu áhuga á þessu (þetta var fyrir 4-5 mánuðum síðan), ég hafði síðan aftur samband fyrir svona 3-4 vikum síðan en ekkert svar fengið ennþá, það væri náttúrulega frábært að geta fengið að sjá þetta LIVE (UFC 39 var sýnt live á öllum norðurlöndum nema íslandi).
Annars er ég með nokkra uppáhaldsmenn. Igor Vovchanchyn og Rodrigo “Minotauro” Nogueira eru í miklu uppáhaldi, auk þess hef ég mjög gaman af Carlos Newton, og síðast en ekki síst kennarinn minn Chris Brennan :)