Mér fannst við fyrstu sýn greinin þín vera eitt af mestu rugli sem ég hef ség hér á hugi.is en við nánari athugun komst ég að því að það var mikil þörf fyrir spurningarnar þínar því margir eru að spá akkúrat í það sem þú varst að spyrja að. Fyrst og fremst þá eru allir einstaklingar í heiminum sem stunda bardagalistir ekki eins varðandi hugarfar, já það eru til vitleysingar og þeir fyrirfinnast líka í bardagalistum en þeir eru í rosalegum minnihluta.
Ég ætla bara að svara spurningu þinni með minni reynslu, en reynsla næsta manns getur verið allt önnur.
sjálfumglaðir einfeldningar og asnar og töffarar og show off gaurar sem vilja lemja annað fólk endast alls ekki í bardagalistum. Þeir vilja kunna allt þeta besta og flotta ein tveir og þrír. Það gengur ekki, þeir hafa ekki þolinmæðina í það. Þó svo þeir hafi þolinmæðina þá myndu þeir samt ekki endast því hinn rétti andi bardagalista er friðsamur og á móti ofbeldi. Bíómyndir eru bíómyndir og ekkert meira, hafðu það hugfast.
Félög þjálfa ekki einstaklinga sem eru með líkamsárásir eða eitthvað slíkt á sakaskrá sinni. Ef einhver fer að æfa og lemur einhvern, þá er hann rekinn. Ekki vera að spá í bardagalistamenn á fyllerí, það getur enginn gert rassgat ef hann er það fullur að hann vilji sýna sig. Allt jafnvægi, snerpa, ákveðni tækni og svo framvegis hverur með áfengi.
Bardagalistir eru mjög góð líkamsrækt, ég er nærri búinn að æfa í 4 ár, og mun æfa þar til minn hinsti dagur rennur upp, mér finnst þetta það gaman. Það er ekki hægt að fá leið á æfingum, því ein mannsæfing dugir ekki til að læra allt saman sem er til í þessum efnum. Í bardagalistum er stundum minnst á heimspekihugmyndir eða vísindi sem koma bardagalistinni við, en þér er ekki settar ákveðnar lífsreglur, þú ákveður fyrir sjálfan þig hvað þú hefur áhuga á. Þetta opnar ótrúlega hugann, mér fannst ég vera með´mjög opinn huga áður en ég byrjaði í þessu, en núna sé ég hvað hann var lokaður miðað við núna. Og hugurinn opnast ekki við ákveðinn tímapunkt, hann opnast með hverju æarinu sem líður.
Þegar einstaklingur fer að æfa þá er hann ekki tekinn fyrir og látinn slást við lengra komna, eingöngu fyrir skemmtun hinna lengra komna. Það eru byrjendatímar og alltaf vel tkið á móti einstaklingum. Allir hafa jafn mikinn rétt á að æfa, þegar ég byrjaði var tekið á móti manni með brosi og þannig er það enn í dag.
Öll líkamleg þjálfun færir manni eitthvað, það sem bardagalistir hafa fært mér er óteljandi: sjálfstraust, agi, snerpu, betri athygli, sjálfsvirðingu, almenna ánægju og hamingju, félagsskap, hjálapði mér að finna leið í lífinu, ákveðni, hógværð og margt margt fleira, svo ekki sé minnst á alla líkamlegu kostina. Nei, ég var aldrei lagður í einelti, laminn, hafði litla sjálfvirðingu/traust eða eitthvað svoleiðis. Ég byrjaði að æfa útaf einskærri forvitni, og allt það góða í lífi mínu varð enþá betra.
Smá læknisfræðileg staðreynd (vonandi fer ég rétt með hana): öll líkamleg þjálfun, kraftþjálfun og sérstaklega þolþjálfun eikur myndun endorfíns í heilanum, sem er hið náttúrulega morfín. Þetta efni er mun betra en hvert annað þunglyndislyf, semsagt það er auðveldara að koma í veg fyrir þunglyndi eða ná sér uppúr því en að fá sér lyf og ekkert meir.
Í mínu félagi er góður og reglusamur félgsskapur. Ein stelpa sem ég veit um gat varla verið í kringum annað fólk vegna skaps síns, og sérstaklega urðu fjölskyldumeðlimir hennar fyrir barðinu. Bardagalistir löguðu þetta. Einstaklingur sem þjáðist af ofvirkni skánaði. Svona mætti lengi telja.
Ekki láta bíómyndir sýna þér hvernig bardagamyndir eru, bardgalistir eru friðsamar og á móti ofbeldi. Já ég veit að það er erfitt að skilja það, en í dag á ég auðveldara með að skilja það en þegar ég var ekki að æfa. Fólk hefur mismunandi ástæður fyrir því að æfa, það er best að tala við þannig fólk en að spyrjaþá sem vita voða lítið um bardagalistir. Ég vona að þú skiljir þetta mál aðeins meira núna og ég vona að fleiri skrifi um sína reynslu. Varðandi mig þá gæti ég skrifað margra blaðsíðna ritgerð um jákvæðni bardagalista byggt á minni reynslu. Afhverju ertu annars að spá í þessu, ertu að spá í að byrja að æfa? ég get fullvissað þig um að eftir nokkur ár af æfingum þá lítur þú ekki sömu augum á tilveruna, martial arts eru breyting til góðs:)