www.sherdog.com hefur nýlega gefið út nýtt myndband í seríunni sinni þar sem þeir sýna bestu “Highlight” viðkomandi MMA (mixed martial arts) bardagamans.
Núna er röðin kominn að þeim bardagamanni sem margir telja vera þann besta í bransanum í dag frá einu besta liðinu. Antonio Rodrigo “Minotauro” Nogueira kemur frá Brazilian Top Team sem var upphaflega kennt af Carlson Gracie senior. Frá liðinu koma fleiri frábærir menn eins og Mario Sperry (vann Igor Vovchanchyn) Murilo Bustamante (núvernadi UFC milliviktarmeistari), Vitor Belfort (myndbandið hans er hérna á Huga), Allan Goes og Ricardo Almeida. Þeir eru allir aðalega þekktir fyrir að vera með bestu gólfglímutækni í heiminum, en þeir fengu til liðs við sig Darrel Gholar sem er frábær glímumaður og bættu þar góðum manni í kennaralið sitt, auk þess sem þeir eru allir orðnir mjög góðir í boxi (“Minotauro” er t.d. búinn að æfa box lengur en Jiu jitsu).
Ég mæli með að allir kíkji á myndbandið hans, það má sjá af hverju hann er talinn sá besti í dag, hann boxar sig í gegnum alla og klárar þá svo í gólfinu, auk þess hefur hann glímuhæfileikanna til að taka flesta í gólfið (sést líka vel á myndbandinu). Hann er talinn vera sá besti í dag bæði í gólfglímu almennt og í frjálsum bardaga.
Þess má til gamans geta að hann á Tvíburabróðir sem heitir Antonio Rogerio “Minotoro” Nogueira (um að gera að gera skuggalega lík nöfn) og er hann líka að æfa mikið með Brazilian Top Team (sagt er að þeir séu jafn góðir en Rodrigo er með meiri reynslu (enda er hann Pride FC heavyweight champion).