OK, það er svo sem hundleiðinlegt að vera að koma af stað einhverri neikvæðri umræðu innan greinarinnar en ég verð að heyra aðeins frá ykkur um þetta.

Hann Jimmy vinur okkar í Dugguvoginum hefur nú gjarnan verið á milli tannanna á fólki hér og annars staðar og ég veit að þið sem æfið hjá honum verjið hann með kjafti og klóm sem er auðvitað bara eðlilegt.

En maðurinn er ekki með helminginn af þeim gráðum sem hann segist vera með, ég held að það viti það allir þótt sumir vilji loka augunum fyrir því. Hann sagði t.d. einum sem ég þekki og byrjaði að æfa hjá honum að hann væri með 4. dan í shotokan. Svo kom á daginn að hann hafði ekki hugmynd um hvaða kata var fyrir brúna beltið í stílnum.

Þeir sem eru með svona yfirlýsingar á landi eins og Íslandi eru að míga alveg hrikalega upp í vindinn, þeir fá það beint framan í sig aftur. Það vita það allir sem eru eitthvað inni í karate að aðeins þrír menn hér á landi hafa náð 4. dan, þar af tveir í shotokan karate. Hvorugur þeirra heitir James Roland Routley.

Er þetta eitthvað töff? Hvað segið þið?

In hell,

Da5id