
Sú skýring sem þeir gefa á því að þeir geti þetta er að þeir trúa á innri kraft sem er í maganum á þeim, þessi innri kraftur er partur af einhverri kínverskri trú en þeir eru jú kínverskir.
Ástæða þess að ég er að skrifa um þá núna er sú að þeir eru að fara að halda sýningu hér á Íslandi (sem verður aðeins sýnd 2svar). Á sýningunni munu þeir fjalla um 500 ára sögu shaolin musterisins og baráttu munkanna fyrir að halda því. Í sýningunni verður mikið af flottum atriðum og hvet ég alla sem hafa áhuga á að fara í verslun símans í kringlunni eða smáralind og fá nánari upplýsingar þar.
Sýningin er einungis sýnd 2svar eins og áður kom fram. Sýningarnar eru báðar 11. maí, annarsvegar klukkan 16 og hins vegar klukkan 20. Það kostar 3500 kr eða 3900 kr eftir því hvort maður kaupir sér sæti eða stæði.