Það var heilmikill hiti á bikarmóti Karatesambandsins á fimmtudag.
Þórshamar sendi inn stóran hóp af fólki og unnu kata en Fylkir skoraði grimmt í kumite með Ingólf Snorra sem fyrirliða. Vicente er með júgóslavneskan gæja sem á að hafa gert einhverja stóra hluti í gömlu Júgóslavíu en Ingólfur sýndi það að við erum engir aumingjar hér á fróni og tók hann nokkuð öruggt. Hann vann líka flokkinn (+74 kg.) örugglega og er á leiðinni á EM í Tallin ásamt Jóni Inga sem vann (-74kg) léttari flokkinn. Þar munaði hins vegar litlu að Jonni tapaði í úrslitunum því að Andri Sveinsson Fylki er að koma mjög sterkur inn og var á tímabili nokkrum stigum yfir Jón Inga sem vann í bráðabana eftir stöðuna 7-7. Andri tók líka Ísak úr Þórshamri örugglega í undanriðlunum en Ísak er einn af þessum gömlu í íþróttinni og er náttúrulega frekar Kata maður.