Ég tók mig til fyrir nokkru og þýddi sögu Taekwondo (af áströlsku TKD heimasíðunni) og datt í hug að smella henni hér líka.

TAEKWONDO Stendur fyrir “list handa og fóta bardaga” Áætlað að Taekwondo hafi verið þróað í margar aldir í sögu Kóreu. Fyrsta skipulagða þjálfun/kensla í taekwondo er talin vera frá yfir 2000 árum síðan, á tíma Konungdæmana þriggja (Silla, Koguryo og Paekche). Það er þó talið að taekwondo hafi verið æft í einfaldri mynd fyrir um það bil að 5000 árum síðan. Á þessum tímum voru engin vopn til að nota svo menn þurftu að gera sér að góðu hendur og fætur sem vopn þannig að vopnlausir bardaga hæfileikar voru þróaðir. Er áætlað að Taekwondo hafi fyrst verið stundað sem aðferð til að verjast árásum frá villtum dýrum og líka sem notadrýgt verkfæri til veiða. Aðferðir þróuðust eftir því sem reynslan jókst með því að herma eftir varnar og sóknar hreyfingum dýranna sem barist var við. Fyrst árásir gátu komið úr öllum áttum þá voru hreyfingar þróaðar til að geta varist úr öllum áttum. Sérstakar raðir af heyfingum voru þróuð með röð af vörnum, spörkum og kýlingum. Þessi form eru stunduð enn þann dag. Það eru nokkrar raddir í gangi sem segja að Taekwondo hafi ekki verið fundið upp í Kóreu. Heldur það sé bara afsprengi frá Kínverskum hugleiðslu og sjálfsvarnarlistum (sem Bodhidharma (gömul goðsögn) kenndi) og seinna sameinuðust við Taoism og I-Ching og mynduðu grunninn fyrir Kínversku listirnar Kung Fu, Kempo og Tai Chi Chuan. Í Kóreu eru fyrstu áþreyfanlegu sönnunargögnin um tilveru Taekwondo sem fundist hafa eru frá tímum Konungdæmana Þriggja einhverntíman á fyrstu öld e.Kr. Það var veggmálverk á vegg í Myung Chong grafhýsinu staðsettu í Tunsko (höfuðborg Koguryo) Veggmyndin sýnir tvo ung menn “sparra”. Önnur grafhysi fundust frá svipuðum tímum innihalda svipaðar veggmyndir sem sýna fólk æfa bardagalistir. Þetta eru sannanir fyrir því að Kórea var að þróa sína eigin bardagalist vel áður en Bodhidharma kom til Kína. Svo við getum verið viss að Taekwondo er Kóeriskt af uppruna.


Konungdæmin þrjú

Það voru þrjú konungdæmi sem sitt í hvoru tagi réðu yfir Kóreisku Peninsula í byrjun fyrstu aldar: Koguryo, Paekche og Silla. Þessi konungdæmi lenntu stundum í stríði við hvor önnur þangað til að Silla tók yfirhöndina yfir Paekche árið 668 E.Kr. og Koguryo árið 670 E.Kr. Það sameinaði Kóreisku þjóðina. Silla réði all til 935 E.Kr. Ég ætla ekki að tala um sögu hvers og eins ríkis, heldur bara hafa svona úrdrátt úr sögunni.


Koryo Konungsættin

Koryo konungs fjölskyldan þróaði Taekwondo skipulegra en nokkrusinni fyrr svo það gæti verið notað af hermönnum ef kæmi til stríðsátaka. Í herþjálfun fyrir Koryo hermennina var skylda að læra Taekwondo og aðeins þeir sem voru með einhverja hæfileika í bardagalistum fengu ingöngu í herinn. Þeir sem urðu góðir í Taekwondo fengu stöðuhækkun og þeir bestu voru herforingjar. Margar keppnir voru haldnar til að leita að hæfileikaríkum hermönnum.



Yi Fjölskyldan

Yi (eða Chosun) konungsættin var stofnuð af Taejo konungi einum af nýju hugmyndafræðingum “Konfúsíusar” (“Buddhismi” var iðkaður þar á undan). Þetta leiddi til þess að öllum Buddha hátíðum var hætt og lögð var meiri áhersla var lögð á bókmenntir frekar en bardagalistir. Konungurinn lagði meiri áherslu á hugmyndir eins og… “alvöru maður skrifar ljóðlist, lærir að spila tónlist og les klassískar Kínverskar bókmenntir” og lögregluþjónar urðu hærra settir en hermenn. Þessar nýju áherslur, ásamt uppfinningum eins og byssupúðri, urðu til þess að Taekwondo missti gildi sitt hjá ríkisstofnunum (hernum, lögreglunni) og var ekki eins vinsælt og áberandi eins og var meðan Koryo konungsættin réði. Subakhui var samt vinsælt, bara meira sem almennings íþrótt fyrir hátíðir frekar en fyrir hernað.

Samt sem áður voru haldnar keppnir sem voru styrktar af “Ue Hung Bu” (Þjóð Varnar Stofnun) í þeim tilgangi að finna/velja varnar hermenn og verði. Hver sem vann þrjá aðra var sjálfkrafa valinn. Almenningur og sér í lagi þrælar héldu áfram að æfa Taekwondo og tóku þátt í þessum mótum í von um að vinna þrjá bardaga.

200 árum erftir að Yi var stofnað, réðst Japan inn í Kóreu árið 1592 E.Kr. Jungo konungur þá, áhvað að setja Taekwondo aftur inn í þjálfun hermanna.Árið 1790 E.Kr., Chongjo konungur kenndi Lee Duck Mu og fræðimönnunum Back Je ga og Back Dong Soo til að gera bók um allar bardagalistir sem þekktar voru í Kóreu. Bókin var kölluð “Me Ye Do Bo Tong Ji” og er enn klassík, um 40 blaðsíður í lengd

King Soonjong var konungur Yi veldisins sem endaði með Japönsku innrásinni árið 1910 E.Kr.


1910 E.Kr.-..

Taekwondo hefur lifað í gegnum aldirnar og eflst eftir því sem tíminn líður, þó hafa Japanr reynt nokkum sinnum að breyta því. Árið 1910 réðust Japan inn í Kóreu og tóku völdin þar. Ríkisstjórnin var setin af japönskum hershöfðingjum og margir kóreskir hlutir voru bannaðir, þar á meðal var bannað að tala kóreisku, þeir reyndu að breyta ættarnöfnunum hjá fólki, því var bannað að tala kóreisku og bannað var að stunda Taekwondo. Og ofan á allt þá reyndu Japanir að innflytja Karate. Taekwondo dó ekki út, það var stundað á laun af einum meistara, Master Song Duk Ki, sem kenndi án vitundar Japananna þangað til að ársins 1945 þegar Kórea fékk aftur sjálfstæði á ný. Taekwondo hefur gengið undir mörgum nöfnum. Þar á meðal eru Tae Kyon, Soo Bak Do, Kong Soo Do, Tang Soo Do og fleiri. Aðal viðfangsefniMeistaranna var að “hreinsa” Taekwondo og endurheimta það í sitt upprunalegt form. Árið 1965 fóru u.þ.b. 2000 Taekwondo svartbeltar til yfir 100 landa til að kynna/kenna þessa íþrótt fyrir ókunnugum. Kukkiwon var stofnað árið 1972 og var sem aðal þjálfunar og keppnis miðstöðin fyrir Taekwondo og er nýna aðalstöðvar World Taekwondo Frderation, sem var stofnað árið 1973.


P.S. vinsamlegast verið jákvæð gagnvart stafsetningarvillum og innsláttarvillum…
supergravity