Ég rakst á áhugaverða frétt á Taekwondo Ísland heimasíðunni. En þar var talað um nýju reglurnar í Taekwondo. Hafið þið kynnt ykkur þessar reglur? Og hvar er hægt að lesa nánar um þær?
Tekið frá www.taekwondo.is
————————–
Nýju reglurnar reyndar á US Open.
Keppendur lentu í vandræðum með nýju reglurnar á US Open sem haldið var 20. til 24. febrúar 2002 í Orlando, Flórida. US Open er fyrsta mótið sem notar nýju dómarareglurnar í tilraunaskyni. Nýju reglurnar verða notaðar í fyrsta lagi seinna á árinu í Evrópu.
Samhvæmt frétt frá Dansk Taekwondo Forbund segir frá því að dönsku keppendurnir hafi verið í vanda með nýju reglurnar. En svo virtist sem að það hafi ekki aðeins verið Danirnir sem áttu í vandræðum, því keppendur voru að tapa stórt á mínusstigum sem óspart voru gefin fyrir hin minnstu atriði.
Helstu breytingarnar eru:
Nú eru gefin tvö stig fyrir snertingu í höfuð, og þrjú stig ef talið er yfir keppendanum.
1/2 mínusstig fyrir að falla í gólfið, sama hver ástæða fallsins er.
Nú er leyfilegt að ákveðnu marki að ýta við andstæðingnum.
Ef keppandi stígur út fyrir keppnissvæðið er gefið 1/2 mínusstig.
Bardagar í kvennaflokki eru nú í 3 x 2 mín.
Frétt og texti: Erlingur Örn Jónsson
Heimildir: http://www.taekwondo.dk / http://www.ustu.com