Um helgina hélt Gunnar Nelson æfingarbúðir í blönduðum bardagalistum (m.m.a.) og brasilísku jiu jitsui (b.j.j.).
Á föstudeginum var mma. Gunni byggði tímann mjög vel upp og fór í góðar taktískar hugsanir í bardaga, hvernig á að halda bardaganum standandi og hvernig á að ná bardaganum í gólfið. Gunni gaf góða innsýn á það hvernig mma bardagar eru og hvernig á að beita sér til þess að koma heill út úr hringnum. Submissions voru í minna lagi þar sem hann geymdi þau til morgun dagsins þegar bjj tæki við. Í endann á æfingunni var sparrað í lokinn og undiritaður tók léttan dans við Gunna og fékk að finna fyrir ótrúlegum krafti og tækni sem hann býr yfir og lá á bakinu 3:59min af 4:00min lotu.
Laugardagurinn var tileinkaður nogi bjj. Þarna sá maður hversu mikla reynslu Gunni hefur nælt sér í úti. Byrjað var standandi þar sem takedowns voru kennd til að koma bardaganum í gólfið og svo unnið út frá helstu stöðum s.s. side control, back mount, mount, halfguard, guardpass og fleira. Gunni er ótrúlega yfirvegaður og rólegur og benti okkur á að maður ætti alls ekki að flýta sér heldur vinna hægt og rólega að því að ná yfirburða stöðu sem gæti í raun tekið mest megnins af bardaganum að ná einu passi séu andstæðingarnir svakalega góðir. Það var rosalega heitt niðri í Mjölni þennan dag og lak svitinn af manni og var alltaf gott að komast í smá vatnspásu. Í endann var glímt og greip maður tækifærði að fá að glíma við haglabyssuna og var sú kenning sett fram að Gunni sé í raun ólöglega veidd górilla frá kongó sem búið er að raka og kenna íslensku. Það er ómennskt að glíma við hann og kemur maður engum vörnum við. Spasstískar hreyfingar og paninc voru einkenni þessi hjá flestum að glíma við Gunnar Nelson.
Í heidlina eru þetta með betri æfingarbúðum sem ég hafi farið á hérlendis og hef held ég farið á 95% æfingarbúða í mma og bjj hér á landi. Set þessar á toppinn með þeim sem John Kavanaugh hélt á sínum tíma. En á botninum sitja enþá æfingarbúðirnar með Pedro Sauer.
Haraldur Óli
Stjórnandi á