Já eins einkennilega og það kann að hljóma í fyrstu virðist það vera sem svo að framleiðandi hinna geysivinsælu veruleikaþætta “Survivor”, virðist hafa áhuga á (nokkuð alvarlegan meira að segja) til að færa sig og veruleikasjónvarp yfir í heim bardagalista.
Samkvæmt frétt á MSNBC þá hefur Mark Burnett (framleiðandi survivor) og Eric Bischoff sem á og stjórnar “Battle Entertainment”, ég veit nú ekki mikið um það fyrirtæki, en mér skilst að Eric hafi fengið hugmyndina að þessum veruleikaþætti, og á svipuðum tíma hafi Mark Burnett verið að íhuga eitthvað þessu líkt, þessum 2 mönnum var stefnt saman og núna eru þeir í samstarfi. Einnig skilst mér að Battle Entertainments séu umboðsmenn fyrir þó nokkra Mixed Martail Arts bardagalistamenn (eins og núverandi Heayweight meistarann í Ultimate Fighting Championship Randy Couture).
Þetta er svolítið löng grein þannig ég sýni ykkur bara link hérna, mæli með að lesa greinina fyrst (tekur ekki nema nokkrar mín, bara svoldil vinna að þýða þetta) áður en lengra er haldið ;)
http://www.msnbc.com/news/713677.asp?cp1=1
Það er ekkert hægt að lesa úr þessu BEINT, það er aðalega talað um hvernig þættinum verði háttað og frekar lítið um hvernig format verður á bardögunum sjálfum.
Persónulega myndi ég vilja sjá reglur sem væru ekki ólíkar UFC og Pride (s.s. bæði leyfilegt að slást standandi og á jörðinni), en það þarf engan vegin að vera að þetta verði gert. það er minnst á í greininni að það eigi hugsanlega að taka inn menn úr K-1 í keppnina, sem eitt og sér gefur mér góðar vonir um að þessir þættir verða með góðan kalíber af bardagamönnum. Fyrir þá sem ekki vita, þá er oft talið að K-1 sé sá vetvangur þar sem allir bestu “Strikers” hittast og keppa (Strikers eru þá s.s. þeir sem keppa standandi og nota högg til að slást, öfugt við “Grapplers” sem vilja slást á jörðinni, líkt og í júdó). Þannig að það er sem betur fer ekki verið að taka inn neina aula inn í þetta heldur alvöru hardcore íþróttamenn sem vita þeir eru að gera.
Allavega! Persónulega myndi ég örugglega horfa á þetta með áhuga hvernig sem reglurnar væru, en ég vona að það verði færri reglur frekar en fleiri (enda er ég mikill áhugamaður um MMA og þætti ÓTRÚLEGA gaman að fá innsýn í líf þeirra bestu og fylgjast með þeim slást og reyna að næla sér í STÓRA upphæð peninga).
Ég vona bara að þetta muni ganga út á bardaga/sparring frekar en þrautir, og eins og ég segi, til að fá á hreint hver af þeim er bestur er ég hlynntur því að hafa sem fæstar reglur :)
Svo myndi þetta líka gera bardagalistir mun meiri “Mainstream” en ella ef þetta yrði nálægt því jafn stórt og Survivor, vonum bara að þetta gangi í gegn og verði skemmtilegt hvernig sem hin endanlega útkoma verður.