SherDog hefur gefið út tvö “Highlight” video af bardagamönnum frá því að við uppfærðum seinast okkar safn og erum við núna komin með þau 2 inn.
Brian Johnston:
Þetta er fyrsta videoið (hið 22 í seríunni), sérstakt fyrir þær sakir að hann Brian er ekki einn af þeim frægustu í bransanum, hann er vissulega mjög góður en var aldrei einn af þessum bestu (eins og flest highlight video'in eru). Kannski aðalega vegna þess að hann hvarf út í heim Pro-Wrestling snemma á ferlinum (enda peningarnir þar mun meiri en í þessu). Það sem hins vegar gerir það að verkum að þetta myndband er gert, er að þetta er eins konar “Tribute” video. Hann fékk nefninlega heilablóðfall árið 2001 en hefur þraukað og er á bataleið ótrúlega hratt, allir í MMA samfélaginu hafa sýnt mikinn stuðning enda góður bardagamaður þar á ferð. En já í þessu videoi eru s.s. sýnd bestu momentin hans í MMA en áttið ykkur á því að það eru líka Pro-Wrestling clip þarna. Þið ættuð strax að sjá muninn (eins og þegar hann hittir ekki en hinn dettur samt).
Hayoto Sakurai:
Ég verð að játa að ég hef aldrei séð hann slást sjálfur fyrir utan þetta video, en hann mun keppa í næsta UFC (Ultimate Fighting Championship) á móti Matt Hughes (sem er núverandi Welterweight champion). Hann hefur hingað til einungis keppt í SHOOTO keppnum sem er japanskt batterí, svona “Sanctioning body” ekki ólíkt og öll þessu WBA og WBF og þvíumlíkt í boxinu, s.s. sér ranking kerfi innan Shooto sem næst bara með að keppa þar. En alla vega, að dama frá þessu myndbandi er hann Sakurai (eða MACH eins og hann er kallaður) ótrúlega fjölhæfur, hann sést vera í góðum gír standandi og ná nokkrum flottum lásum á jörðinni líka. Takið líka eftir því að þessi maður er ekta svona “Crowd-pleaser” hann gerir fullt af skemmtilegum hlutum sem eru kannski ekki mest nothæfustu hlutirnir en það skemmtir áhorfendum.
Mæli endilega með að þið skoðið bæði videoin þau eru mjög flott!