Var að lesa þetta á MBL.is, ég ætlaði að horfa á umræðuna en tókst einhvern vegin að missa af henni (var nú að reyna að skipta reglulega yfir á alþingi og sjá hvort þetta væri ekki að nálgast).

En ok þetta segir MBL.is

“Samþykkt að leyfa áhugamannahnefaleika
Samþykkt var á Alþingi rétt í þessu, með 34 atkvæðum gegn 22, að leyfa iðkun áhugamannahnefaleika á Íslandi. Breytingatillaga um að banna skyldi högg í höfuð, bæði í hnefaleikum og öðrum bardagaíþróttum, var felld með miklum mun. ”

Þetta getur ekki talist annað en fullnaðarsigur, ekki nóg með að það að banna höfuðhögg í bardagaíþróttum hafi verið fellt með MIKLUM mun, heldur fá félagar okkar sem hafa áhuga á hnefaleikum að iðka sína íþrótt líka (og mér sýnist að þetta séu 100% áhugamannahnefaleikar, s.s. ekki verið að banna þeim að kýla í haus).

Gott að vita að það hafi bara verið lítill hluti af Alþingismönnum sem vildi láta banna öll höfuðhögg.