Höfuðhögg eru bönnuð í kumite í Shotokan Karate, í þeim skilningi að árás að höfði má ekki snerta, að viðlögðum refsistigum. Það dregur vissulega úr gildi karate sem sjálfsvarnaríþróttar, því það sem menn æfa er það sem menn gera. Mín reynsla er sú að þeir sem æfa sjálfsvarnaríþróttir eru almennt þeir síðustu til að lyfta hendi gagnvart náunganum að fyrra bragði. Þetta er upp til hópa vel menntað fólk, sem er þarna að mennta sig í einni grein í viðbót, og er því betur til þess fallið að dæma um hluti sem við koma sjálfsvarnaríþróttum. Ég tel persónulega að rangt sé að setja bann við höfuðhöggum, enda séu gerðar ráðstafanir til að slík högg leiði ekki til skaða, eins og með notkun til þess gerðra hlífa og/eða reglna sem banna snertingu. Það má hins vegar athuga með það gera þjálfara ábyrga fyrir því að slíkar ráðstafanir séu gerðar.
Höfundur er með háskólagráðu og nokkrar gráður(kyu) í Shotokan karate.
-Grunt
Það sem er út í hött varðandi þessa breytingatillögu er það að alþingismenn skuli vera að setja reglur á sviði íþrótta. Það er alls ekki þeirra verk! Þeir hafa val um það hvort þeir vilji lögleiða olympíska hnefaleika eða ekki, en annað sem viðkemur íþróttinni er ekki þeirra mál.
Mér hef það á tilfinningunni, að þeir alþingismenn sem að eru gegn hnefaleikum séu loks að átta sig á því að það eru stundaðar íþróttir sem að hafa mun hærri slysatíðni og varkárni er ekki gætt eins vel, s.s. taekwando. Þá grípa þeir til þess ráðs að reyna að banna hluta af þeirri íþrótt. Geta þeir þá ekki næst bannað varnarmönnum í handbolta að stökkva upp og slá í andstæðing sinn til að stöðva hann, þar sem hætta er að hann fari í höfuð sóknarmannsins.
Það er bláköld staðreynd að hægt er að slasa sig í nær öllum íþróttum og eru olympískir hnefaleikar ekkert hættulegri en aðrar íþróttir. Það er hins vegar staðreynd að þegar einhver slasar sig í íþróttum er það ríkið sem borgar brúsann. Alþingismönnum væri miklu nær að lögleiða umrædda íþrótt og koma á einhvers konar lögum þar sem íþróttaiðkandinn ber sjálfur ábyrgð (það gæti verið vonlaust mál, veit það ekki).
Ég vil loks segja að ég get vel skilið það að fólk vilji banna hnefaleika án hlífa (það ætti þó val einstaklingsins). Ég held hins vegar að fólk sé enn að rugla þessum tveim íþróttum saman, annars vegar íþrótt sem snýst um að slasa fólk og hins vegar íþrótt sem snýst ekki um að slasa andstæðing heldur einungis að ná inn höggum sem þurfa ekki að vera föst.
Olympíusambandið leggur blessun sína yfir þessa íþrótt. Það er fáranlegt að íslenska ríkið skuli ekki gera það.
0
Mér hef það á tilfinningunni, að þeir alþingismenn sem að eru gegn hnefaleikum séu loks að átta sig á því að það eru stundaðar íþróttir sem að hafa mun hærri slysatíðni og varkárni er ekki gætt eins vel, s.s. taekwando.
Það eitt að þú getur ekki stafað Taekwondo Johnny sýnir að þú hefir ekki mikið vit á þeirri íþrótt.
Hærri slysatíðni og minni varkárni????????
Éf manninum svo mikið sem byrjar að blæða í Taekwondo (sem er ansi lítið miðað við box) er keppnin stöðvuð.
Minni varkárni? ertu að grínast ég ætla ekki einusinna að virða þá athugasemd svars
Ofurfluga
0
Johnny hefur fallið í sömu gryfju og umræddir þingmenn, að koma með fullyrðingar um slysatíðni og “varkárni” sem hafa engin gögn eða rannsóknir á bak við sig, einungis skoðanir fólks, jafnvel þó það fólk séu læknismenntað. Sú lágmarks krafa verður að vera gerð til fólks sem kemur að umræðu sem hefur með fjölda fólks að gera, að það vinni málefnalega og hafi rök að færa fyrir sínu máli. Ef menn ætla sér að setja fram fullyrðingar af þessu tagi, þá skulu menn gjöra svo vel að hafa gögn til að rökstyðja þær.
Kveðja
-Grunt
0
Ég var að fá svar frá Katrínu Fjeldsted við póstinum mínum (hægt að sjá hann neðarlega í “Skipulögð mótmæli” greininni).
Fékk öllu lengri svar í þetta skiptið og var bara kurteist og flott, hún byrjaði á að þakka mér fyrir vel rökstutt mál og fór svo að tala um prósentur í boxi og fleira þvíumlíkt.
Mér skilst á henni, og eiginlega líka hinum póstinum sem ég fékk að þessar dömur séu eiginlega bara að eltast við Boxið og eru ekkert þannig séð á móti öðrum bardagaíþróttum. En ég held að það sé gott að við séum búin að hafa svona friðsæl mótmæli, mig grunar að þær hafi ekkert á móti bardagalistamönnum.
0