já ég á ekki orð!
Ég svaraði þeim báðum í gær, Kolbrún fékk kurteisari útgáfuna en háttvirt KF fékk ekki eins kurteist svar.
Kolbrún:
Takk fyrir greinargott svar.
Það sem mig og fleirum langar að vita er hvernig þið ætlið að koma þessum lögum í framkvæmd.
Karate og Taekwondo hafa verið stundaðar í landinu í mörg ár og nú viljið þið að sett verði lög á þær íþróttir, lög sem engan vegin samræmast alþjóðlegum reglum í íþróttunum. Þetta verður til þess að þeir sem stunda íþróttirnar á Íslandi munu eiga afar litla möguleika á því að ná árangri á alþjóðlegum mótum. Þetta mun einnig verða til þess að Ísland getur ekki haldið Norðurlandamót í Taekwondo því að erlendir þátttakendur myndu aldrei ganga að þessum skilmálum.
Í þessum íþróttum er notast við hjálma ásamt öðrum viðamiklum hlífðarbúnaði. Líkurnar á meiðslum eru mjög litlar. Ég efast ekki um annað en að markmaður í handbolta sé í mun meiri áhættu en Taekwondomaður, og hvers vegna eru þeir ekki með hjálma?
Vissirðu að það eru meiri líkur á að slasast í júdó, jui jitsu og íslenskri glímu en í Taekwondo? Það er ekki beinlýnis hollt að vera skellt í gólfið án þess að vera í hlífðarbúningum.
Er það virkilega ætlun íslenskra stjórnmála að hindra að Íslendingar geti staðið jafnfóta öðrum þjóðum í ólympískum íþróttum?
Og svona að lokum varðandi þessi orð þín:
“En eins og ég sagði; ég ætla ekki að reyna að sannfæra þig um að mín sjónarmið séu betri eða réttari en þín, þau eru bara önnur”
Það er nákvæmlega þetta sem ég og aðrir erum hrædd við. Þetta eru þín sjónarmið. Það þýðir ekki að þetta séu staðreyndir og þaðan af síður sanngjarnt eða réttlátt sjónarmið. En, það ert þú sem hefur völdin. Og, ef þetta eru röng og illa unnin sjónarmið þá get ég ekki alveg séð réttlætið eða lýðræðið í þessum tillögum.
virðingarfyllst
XXXXXX
Ps. Ef þú virkilega hefur eytt þremur árum í að kynna þér þessi mál þá ættirðu nú að vita að Kumite er ekki íþrótt. Kumite er það sama og sparring innan Taekwondo.
Sjá meira www.wtf.org og
http://www.wkf.net/html/rules.htmlSvo fékk háttvirt KF eftirfarandi:
Takk fyrir málefnanlegt og afar kurteisislegt svar.
Er það svona sem íslenskt þing“sam”starf fer fram?
Einhver hópur mótmælir, en þú (og kannski fleiri alþingismenn) svarar á móti með skætingi og útúrsnúningum.
Það er gott að sjá að valdamenn þjóðarinnar sína skoðunum almennings áhuga og svara rökum þeirra á málefnanlegan hátt.
virðingarfyllst
XXXXXX
Ps. öðrum finnst enn fáránlegra að 17 ára börnum sé leyft að taka bílpróf!
_______________
Ég passaði mig á að vera ekki dónaleg og of persónuleg. En mér finnst háttvirt KF (kaupfélag! :) ) alveg eiga skilið að fá minna kurteisislegt svar en Kolbrún.
Nú verður spennandi að sjá hvað þær vinkonur gera. Persónulega trúi ég ekki að tillagan verði samþykkt, allir þingmenn landsins geta bara ekki verið svona einfaldir að gleypa við þessu.