Sá misskilningur hefur komið upp að Kung Fu sé komið af Karate sem er ekki rétt það sem Kung Fu er miklu eldra. Sannleikurinn er sá að er Japanir tóku yfir Okinawa voru öll vopn bönnuð. Til að verjast þjófum (sem gáfu skít í vopnabannið) tóku Zen Búddha munkar að þróa bardagaíþrótt sem nú kallast Karate. Ástæðan fyrir því að sumir stílar eru svo líkir er að þeir sem þróuðu karate voru undir áhrifum frá Kína og Indlandi. Margir vilja ekki trúa því enn margar bardagaíþróttir eru undir áhrifum frá Indlandi eins og Karate og Kung Fu, t.d. eru aginn og öndunaræfingar ættaðar úr Yoga. Því er trúað að bæði Shaolin og Zen munkar hafi farið til Indlands, og komið með Indverska stíla til Kína, en talið er að Shaolin munkur hafi þróað San Shou eftir Indlands för.
Heimild: Practical Handbook: MARTIAL ARTS, eftir Fay Goodman.
Fay Goodman er með 8 dan í Dan Shinto Ryu (Blanda af Karate, Aikido og Ju-Jitsu) og 6 dan í Iaido. Hún er virt sem sú kona sem er með flestu gráðurnar í evrópu, og er viðurkenndur þjálfari í British Kendo Association og fleiri alþjóðlegum félögum.
www.goodmanmultimedia.co.uk