Sælt sé fólkið og eftirfarandi - að mestu - gripið af Grímnissíðu:
…En nú fara æfingabúðir Grímnis og Usagi Dojo að bresta á, enda allt orðið fullklárt hér á Mærinni. Vopnin brýnd og brydduð, sólin upphituð og skýin hrakin á flótta. Undirferli og ráðagerðir í algleymi, en nú er gesta beðið í fyllstu eftirvæntingu og eftirfarandi vísir að því sem gera skal:
Mánudagur 23 júní: Morgun-, síðdegis- og kvöldæfingar ásamt grillpartí!!!
Þriðjudagur 24 júní: Morgunæfingar, ferð til Rotterdam og búðaráp, kvöldæfing með Marco Verheij (5 Dan Shidoshi) og snætt á vænum Resturant í Schiedam.
Miðvikudagur 25 júní: Morgunæfing, ferð til Amsterdam og búðaráp, kvöldæfing.
Fimmtudagur 26 júní: Morgunæfing og ferð á æfingabúðir. Búðirnar settar og plássið gert klárt.
Föstudagur 27 júní: Morgunæfingar í Taijutsu og Taihenjutsu. Síðdegisæfingar í Togakure Ryu Ninpo Taijutsu ásamt vopnaburði og skot-/kastfimi. Varðeldur og gaman ásamt kvöld-/næturæfingum…
Laugardagur 28 júní: Morgunæfingar í Taijutsu, Taihenjutsu, Shoten No Jutsu ofl. Síðdegisæfingar í Gyokko Ryu Kosshijutsu. Varðeldur og fjör ásamt kvöld-/næturæfingum…
Sunnudagur 29 júní: Morgunæfingar og Tenmon/Chimon umhverfisfræðsla og tækni. Síðdegisæfingar í Gyokko Ryu Kosshijutsu. Búðum lokið og heimferð…
Mánudagur 30 júní: Morgun-, síðdegis- og kvöldæfingar ásamt öðru er þykir til hæfis. Grill og gaman ef veður leyfir…
Þetta væri þá planið í hnotskurn, en búðirnar verða haldnar í léttum anda og fyllsta öryggi. Skemmtun mun liggja í fyrirrúmi og mikilvægt að allir nái að njóta sín eftir eigin höfði og hentugheitum. Þetta verður hið mesta stuð og óskandi að ævintýrið fari eins vel og síðasta sumar.
Kv,
Diðrik