Sumarnámskeið í Taekwondo, 6-13 ára
Nú í sumar verða í boði sumarnámskeið í Taekwondo á eftirtöldum stöðum:
Akureyri 2.-6. júní, (skráning hafin)
Reykjavík 9.-20. júní (12/15 sæti laus), og 11. - 22. ágúst (15 sæti laus),
Keflavík 9.-20. júní (10/13 sæti laus)
Selfoss 23.-27. júní. (skráning hafin)
Ísafjörður, dagsetningar ekki staðfestar ennþá!
Skráning er byrjuð og eru sum námskeiðin að fyllast, fyrstur kemur, fyrstur fær.
Hvert námskeið stendur yfir í 3 tíma á dag og lýkur með veislu og fjöri á seinasta degi. Landsliðsfólk kemur í heimsókn sem og aðrir góðir gestir. Þetta er fimmta árið í röð sem boðið er upp á sumarnámskeið og hafa þau slegið í gegn. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla til að hittast og skemmta sér saman, óháð félögum.
Nánari upplýsingar og skráning í spark@internet.is og 899-5958.