ATH ATH ATH
—————— S P O I L E R ———————-
UFC 82. Góðir bardagar.
ARghhh. Ertu að grínast? Ég hélt með “Hættulega Hollywood” í þessum bardaga en Köngulóin lét Hendo líta út einsog byrjenda. Ókei ekki byrjenda en samt. Ég bjóst alls, alls ekki við að Silva myndi rústa Hendo ensog hann gerði. Ég var viss um það að ef einhver gæti tekið Silva í bakarísið og sýna honum hvar Davíð keypti ölið þá væri það Hendo. En nei allt kom fyrir ekki. Sá Hendo sem átti að vera mesta þolraun sem Silva hefur staðinn frammi fyrir var fjari góðu gamni. Silva einsog hann hefur gert í öllum bardögum sínum innan UFC klárði dæmið fyrir þriðju lotu og það gegn topp 5 millivigtar náunga(nánar tiltekið gaur sem var “ranked” nr. 2 í heiminum). Silva hefur komið sér fyrir sem einum besta MMA fighter í heiminum í dag með þessum sigri og ég sé ekki hver ætti að geta unnið hann úr þessu. Hugsanlega gæti maður einsog Paulo Filho tekið hann niður og unnið hann á því að halda honum í jörðinni en Paulo er einfaldlega það leiðinlegur “fighter” að ég held að Zuffa muni aldrei ráða hann(helmingurinn af sigrum hann hafa verið “decision”).
Chris Leben og Okami að gera góða hluti. Maður hálf vorkenndi Tanner.
Herring að koma aftur en er samt ekki að mínu mati topp 10 þungavigtamaður og mér finnst persónulega hann ekki eiga skilið að fá titil bardaga strax.
Jon Fitch, þrátt fyrir erfiðann bardaga búinn að koma sér fyrir sem næstur í röðinni fyrir veltivigtar-titil bardaga.
Andrei í svoldið skrýtinni stöðu, þrátt fyrir að hafa unnið seinnustu 3 bardaga sína í UFC virðist hann vera á leiðinni út. Hann er með 10 sigra og aðeins 4 töp í UFC(af þessum 14 bördugum hafa aðeins 2 farið í “Decision”) og fyrrum Meistrai þá virðist hann samt ekki vera að fá þá virðingu hjá Zuffa sem hann á skilið. Það er einsog Zuffa-menn séu ennþá fúlir útí hann fyrir að hafa verið í leiðinlegum bardaga(útaf því hann var meiddur) í þriðja bardaganum sínum við Tim Sylvia. Mér finnst að hann eigi að fá nýjann samning þar sem hann muni berjast við Heath Herring um hvor þeirra mun fá titil bardaga næst. Þungavigtar-deildinn í UFC er orðinn hálf þunn þar sem Randy er farinn og Sylvia tapaði fyrir Nogueira þá er eginlega enginn alvöru “challenger” fyrir Minotauro innan UFC.
Var svoldið fúll að Luke Cummo skyldi tapa. Hann hefur verið í uppáhlada síðan ég sá hann í TUF 2.
Hefði viljað sá Dustin Hazelett taka Josh Koscheck.
Ánægður að sjá Martröðina aftur í góðum gír þó ég haldi að hann Diego muni aldrei ná að verða topp 5 náungi.
“He who questions training, only trains in asking questions” – Mistery Men
cent