Björn Þ. Þorleifsson og Sigursteinn Snorrason voru einróma valdir landsliðsþjálfarar TKÍ í bardaga á formannafundi félaga TKÍ 25. febrúar sl. Þeir munu byrja starfið helgina 28.-30. mars nk. með stórum æfingabúðum fyrir þá sem áhuga hafa á að komast í landslið í bardaga. Valið verður í hóp A, B og C. Stuðst verður við frammistöðu á Íslandsmótinu 15. mars nk. auk frammistöðu á fyrrgreindum æfingabúðum.
Skilyrði fyrir þátttöku á æfingunum eru:
Minior 12-14 ára, grænt belti og leyfi frá yfirkennara. Junior/senior 14 ára og eldri, rautt belti og leyfi frá yfirkennara.
Ef yfirkennarar telja sig hafa keppendur sem uppfylla ekki þessi skilyrði en eiga erindi á æfingarnar má hafa samband við þjálfara og fá undanþágu. Æfingabúðirnar verða haldnar á Reykjavíkursvæðinu, staðsetning staðfest síðar. Iðkendur skulu mæta með allar hlífar, góm, teip, sprey og annað sem þarf.
Öll félög eiga að skrá sína iðkendur fyrir 25. mars í taekwondo@internet.is
Allar nánari upplýsingar hjá Birni og Sigursteini í gegn um yfirkennara.
Áfram Ísland!
Landsliðsþjálfara