Setningarmót BJÍ Mót í tilefni stofnunar BJÍ (BJJ Sambands Íslands) verður haldið laugardaginn 24. nóvember og hefst það klukkan 11.00. Þetta er GI mót (keppt í galla). Mótið verður haldið í húsnæði JR í Ármúla 17a. Þáttökugjald er 1000 krónur per keppanda og skal greiðast á mótsstað.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Í karlaflokkum.
Opinn flokkur
Plús 99 kílógrömm (+ 99 kg)
Mínus 99 kílógrömm (- 99 kg)
Mínus 88 kílógrömm (- 88 kg)
Mínús 81 kílógrömm (- 81 kg)
Mínús 74 kílógrömm (- 74 kg)
Mínus 67 kílógrömm (- 67 kg)

Í kvennaflokki.
Opinn flokkur
Plús 81 kílógrömm (+ 81 kg)
Mínus 81 kílógrömm (- 81 kg)
Mínus 67 kílógrömm (- 67 kg)

Mótshaldarar hafa leyfi til að fella þyngdarflokka saman ef að keppandafjöldi þykir takmarkaður. Aldrei skal þó fella saman fleiri en tvo þyngdarflokka.

Athugið eftirfarandi:
•Vigtun fer fram í húsnæði Mjölnis á föstudeginum 23. nóvember milli 17-20.
•Skráningu skal lokið miðvikudaginn 21. nóvember klukkan 20.00.
•Keppendur skulu vera mættir í galla á mótstað klukkan 10.30
•Öllum aðildarfélögum BJÍ er heimil þáttaka, en þau eru Mjölnir, Fjölnir og Fenrir á Akureyri. Aðrir aðilar sem ekki hafa félag á bak við sig en vilja taka þátt, hafið samband við formann (villisvan@gmail.com) eða í síma 699-7880.
•Reglur verða sendar til þjálfara sem útskýra þær tímanlega fyrir keppendum.

Sjáum hverjir eru bestu BJJ menn og konur landsins!!!!

Ef einhverjar spurningar vakna hikið ekki við að senda tölvupóst á ofangreint netfang eða hringið 699-7880 (Villi)
Stjórnandi á