Þann 3. nóvember sl. var BJJ Samband Íslands (BJÍ) stofnað. Þetta er rökrétt áframhald á þeirri útbreiðslu og áhuga sem hefur orðið í BJJ á Íslandi og er meginhlutverk BJÍ að stuðla að frekari útbreiðslu og keppnishaldi á íþróttinni. Aðildarfélög að BJÍ eru Fjölnir, Mjölnir og Fenrir Akureyri. Haft var samband við aðra sem æfa BJJ en þeir sýndu ekki áhuga á samstarfi eins og staðan er í dag en nýjum félögum er ávallt fagnað. Einnig skal hafa í huga að æfingahópur er á Egilstöðum sem hefur ekki félag á bakvið sig.
Stjórn BJÍ er:
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, formaður.
Árni Þór Jónsson, ritari
Sigursteinn Snorrason, gjaldkeri
Haraldur Óli Ólafsson, meðstjórnandi.
Aðalhlutverk BJÍ er að halda árlegt Íslandsmeistarmót í BJJ. Stefnt er að halda það í mars nk. Samin hafa verið lög BJÍ. Samdar hafa verið keppnisreglur sem verða notaðar á setningarmóti BJÍ 24. nóvember nk. Opnuð verður heimasíða BJÍ þar sem frekar verður gert grein fyrir starfsemi sambandsins.
Með von um gott samstarf,
Stjórn BJÍ
(Texti Vilhjálmur S. Vilhjálmsson)
Stjórnandi á