
Arnar Bragason og Helgi Rafn Guðmundsson stóðust með prýði próf fyrir 2. dan laugardaginn 22. september í Fjölnishúsinu. Pétur Rafn Bryde tók prófið með þeim og er nú fyrsta 2. poom beltið á landinu. Allir eru þeir miklar fyrirmyndir annara iðkenda Taekwondo á Íslandi og þótt víðar væri leitað.
Fjölmenn afmælisæfing svartbeltinga og nemenda á dan-próftökulista var haldin seinna um daginn og fengu allir að spreyta sig í Capoeira, svona rétt áður en kvöldið tók við.