Næstkomandi laugardag, 1. des klukkan 13:00, verður kynningartími í Jiu Jitsu, fyrir konur á öllum aldri, haldinn í ÍR heimilinu í Skógarseli í Breiðholt. Endilega sem flestar að mæta. Jiu Jitsu hentar konum mjög vel þar sem aðal áherslan er lögð á tækni en ekki styrk eða þol, góður Jiu Jitsu iðkandi á ekki að þurfa að svitna þótt hann(iðkandinn) lendi í einhverjum hasar.
Ég hef sjálfur æft Jiu Jitsu í rúm 2 ár og finnst Jiu Jitsu frábært vegna þess að það er svo mikil fjölbreytni í því, það eru til æfingar fyrir allar mögulegar aðstæður. Ég skora á ykkur að mæta. Kennararnir eru mjög færir í Jiu Jitsu og hafa reynslu af námskeiðum eingöngu fyrir konur.
Ef þið komist ekki á þessum tíma þá getið þið náttúrulega komið hvenæar sem er á byrjendaæfingar sem eru opnar öllum með hreynt sakavottorð. Þær eru í ÍR heimilinu alla þriðjudaga og föstudaga á milli klukkan 20:00 og 21:00