Mjá þetta voru nú eldri UFC, og þúrt líklega að tala um hann Don Fry félaga, hann fór nú út í Professional boxing, keppti eina 6 bardaga þar eða svo en hætti. Það er nú aðeins meira en “smá”.
Don Fry var einmitt frægur fyrir að vera einn af þeim fyrstu sem náði successfully að kýla meðan andstæðingurinn var á jörðinni, upphafsmaður Ground'n'Pound ef svo má segja :)
Það sem þú verður reyndar að átta þig á að Wrestling í bandaríkjunum er víst martial art alveg jafn mikið og aikido og íþróttir þar sem andstæðingurinn er ekki endilega kláraður. Markmiðið er að ná andstæðnignum niður og halda yfirburðastöðu á jörðinni. Það er ENGINN jafn góður í Takedowns og wrestlers, ég vill nú ekki gera lítið úr Judo en þeir treysta of mikið á búningin fyrir sín takedown en wrestling notar ýmislegt annað sem gerir ekki ráð fyrir því, og að halda yfirburðastöðu geta þeir líka þannig það kom mjög naturally að þeir myndu æfa box og verða góðir í þessu.
Annars eru þetta ekkert “einhver wrestling gaur” sem er að keppa í MMA, Don Fry var mjög góður, Tank Abbot var state champion held ég, líka Tito Ortiz, Mark Coleman var í ólympíuleiðinu og fleira í þessum dúr.
Málið er hins vegar að það er mjög auðvelt að ná manni sem kann ekki að evrjast því niður (ef þú ert þjálfaður í því), mun auðveldara en það er að halda sér uppi, þessvegna unnu wrestling og BJJ gaurarnir trekk í trekk fyrstu árin, núna eru allir orðnir vel sjóaðir í þessu og það er orðið 50/50 hvernig fólk stendur sig í keppni.
Tökum sem dæmi Vanderlai Silva, gaurinn klárar nánast aldrei með submission, hann kann bara BJJ og Wrestling til að geta varist þessum höldum, og hann hefur unnið Kazushi Sakuraba TVISVAR, Sakuraba hefur verið ósigraður ef ekki er talið með tap hans á móti Igor Vovchenchyn í Pride Grand Prix (þar sem Igor kom ferskur inn en Sakuraba úr BARDAGA við Royce Gracie). Sakuraba vann Royce, Royler, Renzo og Ryan Gracie. Samt kom Vanderlai og tók hann og flengdi. Bara svona benda á að “Martial Artists” í dag eru með rosalegt comeback, þeir fengu bara kalda gusu framan í sig 93. Þeim var sagt það sem var löngu vitað í Brazil að ef þú kannt ekki groundfighting ertu screwed. það hefur tekið ein 7 ár fyrir fólk að koma sér upp nógu góðum hæfileikum til þess að geta varið sig á jörðinni og staðið og slegið, og núna er svo gott sem ómögulegt fyrir “einhvern wrestler” að koma og vinna þetta með smá boxi.
Já, en allir sem eru eitthvað í MMA eru góðir í grappling. Vanderlei Silva er aðallega Muay-Thai, en hann er líka vel þjálfaður í bjj.
Það er einmitt rétt að (amateur) wrestlerar eru betri en judo og jiu jitsu gaurar í bæði takedowns og grappling á jörðinni. Don Frye, Mark Coleman, Mark Kerr, Kevin Randleman, Dan Severn og Randy Couture voru allir meistarar í UFC í tournament eða single eða bæði og þeir voru allir, nema Severn, mjög góðir að kýla.
Það er hins vegar ekki rétt að traditional martial artistar hafi lifað af í MMA með því að læra smá groundwork og hvernig á að halda sér uppi. Það eru nánast bara menn úr kickbox og muay-thai sem hafa náð að lifa af með því að læra smá glímutækni. Ég sé enga karate, kung-fu eða tae-kwon-do menn neinsstaðar lengur. Það myndi líka bara verið valtað yfir þá eins og t.d. Mark Coleman á móti Moti Hornstein.
Það er einhver gaur hérna úr kung-fu sem heldur að hann hafi eitthvert advantage á móti góðum grappler - du, já í kannski 5 sekúndur áður en hann tekur þig niður!
0
Jah gott dæmi er t.d. Bas Rutten, sem æfði bara “traditonal” íþróttir, hann æfði og keppti einmitt í Tae Kwon Do, hann keppti mikið í Kyokoshin Karate (sem er reyndar full contact Karate) og segir meirað segja að hann sé svoa þögghungur þökk sé því. Svo fór hann að æfa Muay Thai hjá Cor Hammers í hollandi og í framhaldi af því fór hann í Pancrese, en þegar hann fór í Pancrese hefur hann líklega æft “traditional” íþróttir mun lengur en Muay Thai, og Bas Rutten vann einmitt Kevin Randleman og er líklega að koma með comeback á næsta ári (það verður M A D).
Elvis Sinosic er líka dæmi um þetta hann æfði FULLT af traiditonal íþróttum, aðalega Judo Karete og Tae Kwon Do, hann er núna Purple eða Brown belt í BJJ og hann er meðal annars búinn a fara alla leið á móti Frank Shamrock og vinna Jeremy Horn sem er næstum Pure BJJ gaur frá Militich Martial Arts.
Ég er alveg sammála um að það er betri grunnur að vera í wrestling, en það að segja að hefðbundnar bardagalistir hafa algjörlega tapað sér er bra rugl finnst mér (þó að það þurfi vissulega að crosstraina til að það virki, það kemur enginn “hreinn” kung fu gaur og vinnur eitthvað af viti).
0
allt karete og tae kwon do vikrkar ekki shit
maður sér það í UFC og öllum öðrum þannig keppnum
þeir tapa aldaf það sem maður sér hvað virkar
er er blanda af muay thai og wrestling og svipaðar
blöndur. lásar og brutal hlutir, ekki eitthver hringspörk. Síðan er mikilvægt að hafa góða vörn, ekki eins og t.d. í tae kwondo eru hendur alt of láa handarvörn. Þeir nota alt of mikið af háum og lausum spörkum og með altof mikla litla áheislu á láum spörkum.þeigar maður sparkar of hátt er auðveld að fella og grípa í löppina og maður er of opinn fyrir höggum( til dæmis í punginn)
0
enda sagði ég aldrei að tae kwon do gæti farið óbreytt inn í UFC, ekki frekar en Muay Thai. Eina sem hefur nokkurn tímann getað farið óbreytt inn í svona keppni er BJJ og meirað segja þeir eru orðnir lélegir í dag ef þeir crosstraina ekki.
T.d. Antoniio Rodrigo Nogeira hann æfir BJJ en BARA af því hann er svo góður að boxa þá er hann að vinna alla í dag, venjulega geta menn eins og Igor Vovchanchyn, gaurar sem eru MJÖG góðir að boxa og með mjög góða takedown defense jarðað marga BJJ gaura, en ef BJJ gaurnum er alveg sama hvort hann sé standandi eða á jörðinni þá er þetta allt annað mál.
Fyrst við erum að quota UFC og fleira, Orlando Weit, Muay Thai í fyrstu UFC's, þar kom Judo maðurinn Remco Pardoel tók hann í jörðina og gekk frá honum þar.
Pointið er að það eina sem UFC Pride og allt það hefur sannað fyrir okkur er að það er engin ein íþrótt, það verður að crosstraina brjálað til að verða góður á öllum sviðum, það er sama hvað þúrt góður á jörðinni ef þú nærð gaurnum ekki niður, og það er sama hvað þúrt góður standandi ef þú getur ekkert varist því að verða tekinn niður eða ert hjálparlaus á gölfinu. Og já Tae Kwon do eru oft með hendurnar niðri, en þeir myndu læra það fljótt að hafa hendurnar uppi ef þeir færu í svona keppni, rétt eins og karatemenn myndu hætta að vera að bíða með eina hendi á mjööminni (reyndar er einn gaur í pride sem gerir það, Masaki Satake).
Ég get nefnt fjölda fólks sem hefur æft Traditional íþróttir og farið svo út í MMA keppni, hins vegar er Muay Thai/BJJ blandan lang vinsælust af þessum.
0