….enginn. EN það sem best er er að kunna marga!. Þú þarft að kunna marga stíla til að verða hin fullkomna drápsmaskína (það er samt óþarfi að drepa nokkurn). Margir halda því fram að þeirra stíll sé BESTUR og allir aðrir stílar séu lélegri…þetta er dálítill hroki en samt verð ég að viðurkenna að ég lít að sjálfsögðu á það sem ég æfi sem besta í sinni grein. Ég er að æfa Kung fu (wing chun, Wu shu og shaolin) og MÉR finnst það vera besti stílinn til að berjast með. Aftur á móti geri ég mér fyllilega grein fyrir því að á öðrum sviðum eru aðrir stílar MUN betri eins og Ju-jistu, Judo, Tai chi chuan, Shootfight og Aikido eru MIKLU betri í grappling. Let´s face it það er ekki mikið grappling í kung fu (við höfum reyndar lært smá Tai chi chuan). Til að verða að betri fighter verð ég að læra eitthvað af þessu ef það skildi koma upp sú staða að ég er tekinn í lás eða dett í jörðina því þá þarf ég að kunna groundfighting. Aftur á móti ef ég væri að slást við judo gaur er ég með yfirhöndina….en bara þangað til hann nær mér á jörðina (ef hann nær mér í jörðina). Einnig finnst mér mikilvægt að læra á vopn…you never know. einn daginn gæturu þurft að slást við 4 gaura og einn af þeim er með hníf. Ef ég er búinn að læra á hníf myndi ég læra að afvopna hann (líka ef ég hef lært Aikido) og síðan væri barnaleikur að særa þá þangað til þeir flýja. Einnig er gaman að læra á vopn þótt þú þurfir kannski ekki að nota þau. En það sem ég er að reyna að segja er: sá sem kann flestu stílanna hefur yfirhöndina því hann er mun betri “all around fighter”
———————