á ferð minni frá búlgaríu til svíðþjóðar og þaðan til danmerkur með lest og flaug frá kastrup byrjaði ég með eftirfarandi:
1 x Loftbyssu
1000x Loftbyssu skot (standard pakki)
1 x Balisong (butterfly hníf)
2 X vindlar (Crystal, nammikjamms!)
2ltr x af tequila
1 x SVERÐ Í KATANASTÍL, gert úr búlgörsku stáli og vafið með feikslönguskinni… (cheeeezy…)
það sem gerðist var eftirfarandi: Við brottför frá búlgaríu ætlaði brjáluð tollara kona að taka Armani rakspírann minn, sannfærð um að hann væri sprengja. Allt blessaðist þó, og hún amaðist ekkert við hinu.
Balisonginn var tekinn við komuna til Svíþjóðar. Restinn var látin í friði. Butterflyar eru álitnir ólöglegir þar og hann sást við gegnumlýsinguna.
Þegar ég var við brottför frá kastrup fundu tollararnir Loftbyssuna og ömuðust sosum ekkert við henni, hún var sett í pappakassa sem var innsiglaður frá “den danske tollereembæt” eller eitthvað, svo var mér hleypt í gegn.
En við komuna til Íslands… whoa! Ég var stöðvaður (ÉG ER ALLTAF STÖÐVAÐUR!!!). Fyrst opnuðu þeir pappakassann. “Svona er bannað” sögðu þeir. Svo opnuðu handtöskuna mína. ´lookið á andlitinu.. Bíngó!
ég hafði sett tekílað í tvær vatnsflöskur.. og ég held að það hafi étið sig í gegnum tappann.. það var í það minnsta farið að leka soldið yfir í plastpokann sem var utanum. Loftbyssuskotin voru tekin án comments. Vindlarnir líka…
Mér var vísað til yfirtollarans, sem var ósköp góðlátlegur kall, allt annað heldur en ribbalda líðurinn fram´mi í leitinni, og yfirtollaranum var látið allt draslið í té.
Fyrst lyft'ann upp Tekílapokanum.. og glotti bara. ég var ekki viss um hvað ég áttað gera svo ég glotti bara til baka.
Svo var það byssan og skotin. “Þetter bannað” sagð'ann.
“já ég veit” sagði ég.
“Okei” sagði hann.
Svo dró hann fram vindlana, og ég SÁ að þetta var eitthvað sem hann langaði að smjaska á. Dóminíkanskir Vindlar´í glerhulstri báðir tveir, kostuðu mig 1000 kall stykkið.
“Hvað ertu gamall” spurð'ann.
“ég er 17” sagði ég, og þá var hann fljótur að benda á að ég væri ekki nógu gamall til að hafa tóbak undir höndum. ég suðaði í honum um að þetta væri ammælisgjöf handa pabba o.s.frv. svo á endanum fékk ég þá aftur “en ég mátti engum segja”.
En mesti húmorinn í þessu var það að katanasverðið, meterslangt blað and all, komst í gegn á ÖLLUM STÖÐUM. það stóð meira segja hálft upp úr handtöskunni! í danmörku var ég reyndar spurður hvað þetta væri, því það var í svörtum hlífðarpoka sem fylgdi því, og ég sagði bara að það væri katana. stelpan spurði hvað það væri og ég sagði sverð. hún kinkaði kolli og hleypti mér í gegn…
svo varðandi spurningu þína holukall… ef þú ert undir aldri er það eina sem veðrur gert er að þú verður látinn kvitta fyrir því að sverðið hafi verið tekið í tollinum og verði gert upptækt. sem er sárt. en betra en sekt.
Fleebix / Atli Viða