Adrenaline keppninni lokið! Gunnar og Ingþór voru fulltrúar Mjölnis á Adrenaline bardagaíþrótta keppninni. Þeir tóku báðir eina viðureign í professional MMA.


Gunnar vs. John Olesen
Gunnar keppti fyrstur og var á móti John Olesen frá Danmörku. Þetta var fimmti bardagi Johns en sá fyrsti hjá Gunna. Sá danski var sterkari í fyrstu lotu, en Gunni var mjög varkár og þreifaði fyrir sér.
John byrjaði einnig sterkt í annari lotu en Gunni sótti í sig veðrið og í lok lotunnar var hann kominn með yfirhöndina, þegar bjallan glumdi var hann kominn með kimura lás á danann.
Við sem sátum og horfðum á vorum sammála um að dómararnir hafi allir dæmt aðra lotuna jafna, sem þýddi að Gunni var undir þegar komið var í þriðju lotuna. Hann fann sig í þeirri lotu og sigraði hana með yfirburðum í gólfglímu.
Lokaniðurstaða var jafntefli sem verður að teljast góður árangur fyrir nýbyrjanda á móti þetta sterkum andstæðingi.
Viðureignin var mestmegnis clinch og ground með frekar litlu standupi. John Olesen var þó furðu lunkinn með hnén úr clinchinu og Gunni átti a.m.k tvær góðar fléttur með höndunum.

Ingþór vs Ayub Tashkilot
Ingþór keppti á móti Ayub Tashkilot. Sú viðureign hófst með því að strákarnir mældu hvorn annan út, hentu út nokkrum höggum og spörkum. Þeir fóru svo í jörðina og voru að mestu aðgerðarlausir þar svo dómarinn lét þá standa upp, sem hentaði Ingþóri betur. Þeir áttust við stutta stund og Ingþór náði standandi guillotine á Ayub sem endaði á því að sá danski slammaði honum í jörðina. Það leið svo ekki á löngu þar til kom í ljós að Ingþór var með ljótan skurð á enninu og læknir stoppaði viðureignina og Ayub dæmdur sigurinn þegar fyrsta lota var ekki hálfnuð.
Það er ekki alveg á hreinu hvort skurðurinn hafi verið afleiðing af skalla (ólögleg tækni) en það verður skoðað og ef það reynist vera rétt þá mun þetta vera dæmt no conest.

Írarnir mættu líka
John Kavannagh mætti með keppanda frá Írlandi, Aisling Daily, sem sigraði Nicole Sydbøge með guillotine í lotu tvö. Það var hörkuspennandi bardagi og sýndu stelpurnar mikla hörku.

Mótið var í alla staði mjög vel skipulagt og fyrir utan skurðinn hjá Ingþóri (og stutta viðureign) þá vour Íslendingar sáttir við sinn hlut.
Vonandi getum við mætt með fleiri keppendur á næsta mót.

Myndir af mótinu er á myndasíðunni. http://www.flickr.com/photos/mjolnir_mma/sets/72157600180795456/

*texti tekinn frá www.mjolnir.is

Jón Viðar Arnþórsson
www.mjolnir.is
*************************