———————
Muay Thai
ég hef ekkert heyrt um Muay Thai hérna á huga svo ég hef ákveðið að fræða fólk aðeins um það. Muay Thai er tælensk bardagalist sem keppt hefur verið í í nokkur hundruð ár. til að byrja með voru loturnar mældar með því að hálf kókoshneta var sett í vatnstunnu og þegar hún sökk var lotan búin. Það var mjög algengt að fólk dó í Muay Thai þótt að þetta var ekki nema lítil keppni hjá einhverju fajallaþorpi. í Muay thai máttu nota: hendur,fætur,höfuð,hné,olnboga. þú mátt ekki bíta, ekki sparka í punginn og ekki kneebrake kick (í keppnum). sem bardagalist eru að sjálfsögðu engir hanskar en þegar keppt er eru hanskar. hanskarnir hindra reyndar nokkra hluti t.d ýta á pressure points til að sleppa úr lás. í Muay thai er sparkað með sköflungnum en ekki ristinni, þetta gerir spörkin MUN höggþyngri en að sjálfsögðu þurfa þeir að herða á sér sköflunginn. Til að herða sig upp nota þeir sérstaka olíu sem ég man ekki nafnið á en ef hún er borin á bólgur og sköflunga þá fer sársaukinn og bólgan minnkar eða hverfur. Ég æfi ekki Muay thai en ég æfði það í um mánuð eða tvo, þetta er ýkt sárt, ýkt gaman og geðveikt effective. Nokkrir vinir mínir æfa Muay thai og eru tveir þeirra að fara til Tælands að keppa á næsta ári