Saga wrestling á Íslandi
Það eru nokkrir fífldjarfir og lágmenningarsinnaðir ungir menn sem leggja sig hart fram við að stækka þessa sýningaríþrótt á landinu.
Í fyrsta sinn sem wrestling bardagi var settur upp sem skemmtiatriði var haustið 1996 og var það í Menntaskólanum við Hamrahlíð í tilefni að 30 ára afmæli skólans. Það var stutt atriði sem var haldið á ganginum í matsalnum á steingólfi.
Fyrsta Glímugeðveikin á Íslandi var síðan haldin á lagningadögum skólans árið 1997 við mikinn fögnuð rúmlega hundrað áhorfenda. Þar voru 4 glímukappar sem tókust á tveir á móti tveimur (tag team). Þá vorum við sem betur fer með dýnur, en náðum samt allir að slasa okkur svona sæmilega (einn ældi meira að segja, en hélt samt áfram).
Önnur Glímugeðveikin var haldin á Dimmisjón Menntaskólans v. Hamrahlíð vorið 2000. Hún vakti einnig mikinn fögnuð meðal áhorfenda. Þar börðust 8 glímukappar í 4 manna liðum.
Wrestling meikaði það síðan feitt þegar sýnd var wrestling æfing í þættinum Allt annað á Skjá einum, og við komum með live wrestling bardaga í Silíkon daginn eftir.
Þriðja Glímugeðveikin var síðan haldin í MH miðvikudaginn 7. feb auk þess sem við héldum stutt námskeið fyrir áhorfendur.
Wrestling var æft í Karatefélagi Reykjavíkur í Laugardalslaug um tíma, en hefur nú verið fært í ný heimkynni í einum sal Listdansskóla Íslands.