Ég vill ekki hljóma eins og vælandi kerling en ég verð að segja að mér líst engan veginn á nafnið á þessu “sjálfsvarnar íþróttir”. þetta nafn lýsir þessu engann veginn nógu vel. ég æfi Wing Chun og ég lít engann veginn á það sem ég æfi sem “sjálfsvarnar íþrótt” þegar fólk spyr hvort ég æfi íþrótt svara ég “ég æfi kung-fu” ekki “já, kung fu” því ÞETTA ER EKKI ÍÞRÓTT! það má deila um hvort þetta sé sjálfsvarnar þar sem í shaolin var þetta búið til í þeim tilgangi að verja klaustrið en aftur á móti er aldrei talað um þetta sem sjálfsvörn þar sem tilgangurinn er að drepa andstæðinginn (það var aftur á móti bara gert þegar þetta var upp á líf og dauða og oft kom sú staða upp í kína til forna, aftur á móti er það ekki gert lengur því fólk sem lærir þetta eru ekki morðingjar) margir aðrir stílar eru til sem fókusa ekki á sjálfsvörn eins og t.d Muay thai og fleiri. þeir stílar sem eru flokkaðir undir sjálfsvörn eru oft stílar sem voru ekki þannig til að byrja með heldur þurftu að taka upp þetta nafn og breytast aðeins til að leyfilegt væri að kenna þá í mörgum löndum. Sem viðringu við alla stíla sem fókusa ekki einungis á sjálfsvörn legg ég til að nafninu verði breytt í “BARDAGALISTIR” því ég vona að allir séu sammála um að hvaða stíll sem er þá lítum við á þetta sem fallega list….þrátt fyrir það að hún getur verið hættuleg
———————