Nú veit ég ekki hvernig þetta er með bardagaíþróttir á íslandi, en það hefur verið gegnumgangandi í útlandinu að íþróttum er skipt í 2 hópa.
Fyrsti hópurinn er kallaður “Traditional Martial Arts” eða Hefðbundnar Bardagaíþróttir. Undir þetta falla íþróttir eins og Karate Kung Fu og fleiri slíkar íþróttir. Í þessum íþróttum er lagt rík áhersla á að gera fyrirfram ákveðin munstur (Kata/Form/Poomse) og er oft talað um að leyndardómar sérhverrar íþróttar leynist í þessum munstrum. T.d. í Kung Fu eru þessu munstur oft gerð af hinum upphaflegu meisturum tiltekins stíls og til þess gerð að nemandinn geti lært allar grunnhreyfingar stílsins. Annað sem einkennir þessar íþróttir eru svokölluð 2 man sets eða þegar einhverjar fyrirframákveðnar hreyfingar eru gerðar á móti andstæðing, t.d. einn kýlir beint fram (og hinn veit af því) og gerir þá ákveðnar hreyfingar til að “countera” þessa kýlingu. Það sem er hins vegar oft talað um að sé helsta einkenni þessarra “Hefðbundnu” íþrótta er að sparring, eða bardagi er oft settur í annað sæti á eftir munstrum og fyrirfram ákveðnum hreyfingum, litið á það sem hjálplega aðferð til að æfa hreyfingar sem lærðust með munstrunum og fyrirframákveðnu árásunum.
Hinn hópurinn eru svokallaðir “Realistic Martial Arts” sem mætti þýða sem Raunsæislegar bardagaíþróttir. Helsta einkenni þeirra er að sjaldnast eru einvher munstur í þessum íþróttum og þau treysta einna mest á sparring sem hjálparmiðil á æfingum. Dæmi um íþróttir sem teljast til “Realistic” er t.d. Muay Thai, Brasilískt Jiu Jitsu, Kali og fleira. Eins og áður sagði er fátt um munstur í þessu (MJÖG sjaldgæft að þau séu fyrir hendi nema kannski þegar kemur að vopnunum og er þá gott að fá smá tilfinningu fyrir vopninu með munstri). Í þessum íþróttum er oftast kennd einhver tækni, og hún jafnvel æfð í svona 2 man set eins og ég minntist á áðan, en munurinn á þessu 2 man set og því sem ég minntist á áðan að sjaldnast er fyrirfram ákveðið hvað gerist. Getum t.d. hugsað okkur að Brasilískur Jiu Jitsu nemandi sé að læra að gera olnbogalás (armbar) þegar hann situr klofvega yfir andstæðing sínum, þá streitist andstæðingurinn á móti og enginn fyrirframákveðin tími eða hreyfing til að gera tæknina. Svo er mismunandi hvenær nemendur byrja að “sparra” í þessum íþróttum, stundum er fólki hennt útí það strax stundum beðið í eins og mánuð þangað til að hreyfingarnar eru orðnar ágætar og allar grunntæknir komnar á hreint.
Þá er bara spurningin hvort er betra? Að sjálfsögðu er ekki hægt að segja að einhver ein aðferðin er pottþétt betri, og á móti er líka hægt að segja að það sé hægt að æfa Kung Fu og Karate á sama´hátt (og það gera það margir) en í langflestum tilfellum er það ekki málið.
Einnig er spurning hvort við séum að tala um skjótfengna hæfileika eða hæfileika á löngu tímabili? Ég efast ekki um að ef við tækum nemanda sem hefði verið í Karate í 6 mánuði og nemanda úr Muay Thai til 6 mánaða að þá myndi Muay Thai nemandinn vinna, en hvað með eftir 5 ár? Þá er Karate maðurinn búinn að læra mjög mikið og farinn að sparra mikið og með góða tækni, og að sjálfsögðu hefur Muay Thai maðurinn tekið framförum líka en það væri að likindum mun jafnari bardagi en ef við tækum fyrir 6 mánaða nemendurna.
Jæja bara svona smá að lífga upp á áhugamálið :) Hvernig skoðanir hafiði almennt á þessu?