Chuck Liddell Áður en lesning hefst þá vil ég vara við spoilerum sem geta átt sér stað fyrir þá sem ekki hafa horft á alla bardaganna hans. SVO VARIÐ YKKUR!!!


Nickname The Iceman
Height 6 ft 2 in (188 cm)
Weight 205 lb (93 kg)
Born December 17, 1969
Fighting out of San Luis Obispo, California
Town of birth Santa Barbara, California
Fighting style Kickboxing

Mixed martial arts record
Wins 19 By knockout 12 By submission 1 Losses 3 Draws 0


Chuck Liddell

Charles David Liddell fæddist 17. Desember árið 1969 í Santa Barbara, California. Hann er oftast kallaður Chuck Liddell eða “The Iceman”. Hann er MMA bardagamaður með bakgrunn í Kickboxi og háskóla glímu. Hann er núna að berjast í UFC (ultimate fighting championship) og er núverandi Light Heavyweight Champion.

Chuck er aðalega striker en er líka með glímu kunnáttu (wrestling) sem hann lærði þegar han var í Cal Poly San Luis Obispo, þar sem hann útskrifaðist með gráðu í viðskiptum og sem endurskoðandi. Hann er mjög óhugnalegur bæði standandi og á dýnunni og hefur unnið sér góða titil meðal áhorfenda. Hann er í liðinu “pitfight” sem hefur komið fram í myndbandi með American Head Charge’s fyrir lagið Cowards.

Ferill

Hann byrjaði mma feril sinn í kringum 1998, þegar hann vann boxarann Noe Hernandez í UFC á dómaraúrskurð. Eftir það þá tók hann í gegn kappa á borð við Jose Landi-Jons, Guy Mezger og Kevin Randleman, en hans fyrsta tap kom á móti Jeremy Horn sem náði honum í arm-triangle choke. Chuck barðist einnig við hinn reynda millivigtar meistara, Murilo Bustamante; þótt Chuck hafi unnið bardagann á dómaraúrskurði þá voru deilur um hvort hann hefði í raun unnið. En þrátt fyrir sína ógurlegu sigurgöngu þá var það ekki fyrr en hann vann Vitor Belfort í UFC 37.5 sem hann var loksins viðurkenndur sem topp bardagamaðurinn í létt þungavigtinni í UFC.

Í kringum 2002 var hann talinn varanlegur #1 í létt þungavigtinni og vinsældir hans jukust mjög og stuðningur til hans frá áhorfendum jókst einnig. UFC reyndi að skipuleggja bardaga milli hans og Tito Ortiz en Tito var alltaf með einhverjar afsakanir (hægt að lesa meira um það í greininni um Tito). Til að koma Tito til að keppa gerður þeir bráðabirgðar keppni. Chuck keppti á móti Randy Couture í UFC 43 og töldu allir að Chuck myndi pakka þessu saman og fara að keppa á móti Tito um titilinn. Randy náði að taka Chuck oft niður og vann á lokum á dómara stoppi vegna ground and pound.

Eftir þetta óvænta tap fór Chuck til Japans og keppti í PRIDE 2003 Middleweight Grand Prix tournament fyrir hönd UFC. Eftir að hafa unnið Alistair Overeem í fyrstu umferð þá hélt Chuck áfram en tapaði á móti Quintin “Rampage” Jackson sem í dag er eina tapið hans Chuck’s sem hann hefur ekki hefnt fyrir.

Þegar hann kom aftur í UFC þá var bardagi hans og Tito’s skipulagður. Þeir æfðu báðir á þessum tíma hjá Pitfight Club. Ortiz kom sér frá bardaganum og keppti við Randy Coutoure þar sem hann tapaði titlinum sínum. En í UFC 47 var þessi bardagi loks að veruleika. Eftir fyrstu lotu þar sem lítið var að gerast. Tito var duglegur að verja sig og var orðinn vel æstur í lok loturnar og meðal annars ýtti John McCarthy af æsingi og öskraði eitthvað að Chuck. Snemma í fyrstu lotu potaði Chuck í augað á Tito sem leiddi það af sér að Tito bakaði út í grindverk þar sem Chuck lét höggin dynja og rotaði Tito og vann viðureignina. Síðan að þeir kepptu hefur verið mikil spenna á milli þeirra í MMA heiminum og mjög líklegt að þeir keppi aftur.
Chuck var einnig þjálfari í fyrstu seríu af The ultimate fighter á móti Randy Couture. Þessi sería varð mjög vinsæl og framhald af henni kom skömmu seinna. Báðir sigurvegararnir úr TUF voru í liðinu hans Chuck’s þeir Diego Sanchez og Forrest Griffin.

Eftir þetta fékk Chuck annan bardaga á móti Randy í UFC 52. Chuck vann bardagann á rothöggi í fyrstu lotu. Bardaginn var næstum stoppaður eftir að Chuck hafði rekið puttan í augað á Randi en læknarnir leyfðu bardaganum að halda áfram. Þetta Rematch á milli þeirra skapaði annan bardaga á milli þeirra seinna.

En áður en kom að því þá átti Chuck að verja beltið sitt á móti hinum reynda Jeremy Horn í UFC 54. Þetta kom í kjölfar þess að aðdáendur heimtuðu þennan bardaga vegna þess að Jeremy gaf Chuck fyrsta tapið sitt á ferlinum. Chuck stjórnaði bardaganum mjög vel og var mjög góður. Hann vann bardagann á TKO á 2:46mín í fjórðu lotu eftir að Jeremy hafði látið dómarann vita að hann sæi ekki neitt. Þarna hefndi hann fyrsta tap sitt á ferlinum og varði meistara titilinn.

Í UFC 57 vann Chuck í annað skipti Randy Couture með rothöggi og hélt enþá beltinu. Eftir bardagann lét Randy það í ljós að hann væri hættur í keppnum í MMA. Í UFC 62 keppti Chuck á móti Renato Sobral sem hann hafði unnið fyrir c.a. 3 árum áður og Chuck vann þennan bardaga snöggt á 95sek vegna rothöggs með snöggu uppercuti.

Það var tilkynnt áður í UFC 61 að ef Chuck myndi vinna Renato Sorbal þá myndi hann fara keppa í PRIDE á móti Wanderlei Silva. Dana White staðfesti blaðamanna fund með þeim eftir bardagann. En þrátt fyrir blaðamannafundinn og þess háttar náðust ekki samningar milli UFC og PRIDE. Það var líka kominn af stað orðrómur um að Chuck og Tito myndu berjast aftur 30 desember á þessu ári (2006). Það skipti engu máli hvort Tito myndi tapa eða vinna Ken Shamrock hann fengi bardaga við Chuck Liddell.

Bardagarnir hans
Nýjasti sigurinn hans var á móti BJ PENN í UFC 63
08/26/2006 Win Renato Sobral UFC 62 TKO (Strikes) 1 1:35
02/04/2006 Win Randy Couture UFC 57 KO (Punch) 2 1:38
08/20/2005 Win Jeremy Horn UFC 54 TKO (Strikes) 4 2:46
04/16/2005 Win Randy Couture UFC 52 KO (Punch) 1 2:06 Won UFC Light Heavyweight Title
08/21/2004 Win Vernon White UFC 49 KO (Punch) 1 4:05
04/02/2004 Win Tito Ortiz UFC 47 KO (Punches) 2 0:38
11/09/2003 Loss Quinton Jackson PRIDE Final Conflict 2003 TKO (Strikes) 2 3:10 PRIDE Middleweight Grand Prix Semifinal
08/10/2003 Win Alistair Overeem PRIDE Total Elimination 2003 KO (Strikes) 1 3:09 PRIDE Middleweight Grand Prix Quarterfinal
06/06/2003 Loss Randy Couture UFC 43 TKO (Punches) 3 2:39 For the interim UFC Light Heavyweight Title
11/22/2002 Win Renato Sobral UFC 40 KO (Head Kick) 1 2:55
06/22/2002 Win Vitor Belfort UFC 37.5 Win Decision (Unanimous) 3 5:00
01/11/2002 Win Amar Suloev UFC 35 Decision (Unanimous) 3 5:00
09/28/2001 Win Murilo Bustamante UFC 33 Decision (Unanimous) 3 5:00
05/27/2001 Win Guy Mezger PRIDE 14 KO (Punch) 2 2:21
05/04/2001 Win Kevin Randleman UFC 31 KO (Punch) 1 1:18
12/16/2000 Win Jeff Monson UFC 29 Decision (Unanimous) 3 5:00
07/18/2000 Win Steve Heath IFC WC 9 KO (Kick to the Head) 2 5:39
09/24/1999 Win Paul Jones UFC 22 TKO (Strikes) 1 3:53
03/31/1999 Win Kenneth Williams NG 11 Submission (Rear Naked Choke) 2 3:10 03/05/1999 Loss Jeremy Horn UFC 19 TKO (Arm Triangle) 1 12:00
08/23/1998 Win Jose Landi-Jons IVC 6 Decision (Unanimous) 1 30:00
05/15/1998 Win Noe Hernandez UFC 17 Decision (Unanimous) 1 12:00

Kvikmynda ferill

HBO Series-Entourage - Himself-Chuck Liddell - 2006
Bachelor Party Vegas - The Iceman - 2006
Cradle to the Grave - Ultimate Fighter - 2003
How High - Tough Guy – 2001
Einnig er hann byrjaður að leika eitthvað í BLADE þáttunum
Stjórnandi á