Eigandi síðunnar www.sherdog.com sem er aðalega síða með Mixed Martial Arts fréttir hefur gefið leyfi til að hafa “Highlight” myndböndin hans á huga. Þetta eru alls 21 myndband sem er bæði til í Low Quality (fyrir þá með minni bandvídd) og High Quality (sem er þá að sjálfsögðu stærra). Þannig samtals gerir þetta þá 42 stykki.
Þetta eru aðalega myndbönd sem sýna þá bestu bardagamennina í Mixed Martial arts í dag í þeirra helstu bardögum og þeirra bestu lása/spörk/kýlingar o.s.frv. Einnig eru nokkur myndbönd sem sýna þá einhvers konar æfingarteymi (oft eru hópar af góðum mönnum sem æfa saman) og er þá sýnt frá bardögum hvers og eins í hópnum og þeir kynntir.
Endilega að niðurhlaða þessu og láta vita hvað ykkur finnst. Takið eftir að sum þessarra myndbanda eru gömul og því geta þau litið út fyrir að vera full brutal, í dag eru fjölmargar reglur komnar í gang og dómarinn er fljótur að stöðva bardaga ef það stefnir í óefni og að sjálfsögðu getur læknir líka stöðvað bardagann (bara eins og í boxi). Það hefur enginn svo ég viti til hlotið alvarleg meiðsli úr því að keppa í þessu enda er takmarkið ekki endilega að slá andstæðinginn í hausinn, heldur eru oft bara örfá högg sem rata í hausinn og restin í fætur/Búk nú eða þá að þetta sé klárað með liðalás, þannig látið þetta ekki blekkja ykkur þetta er ekki jafn stórhættulegt og það virðist (þó að þetta sé að sjálfsögðu hættulegt eins og allar aðrar bardagaíþróttir sem leyfa “Full Contact”).
Farið bara inn á www.hugi.is/martial_arts og skoðið þetta í kubbinum “Bardaga Myndbönd”.
go nuts :D