Hinn semi-frægi Stephane Ouellet, Kanadískur boxari sem er á Top 10 lista WBA og IBF með 29-4-0 feril (18 rothögg) ákvað fyrir nokkrum mánuðum að fara að keppa í Mixed Martial Arts (MMA) sem er íþrótt sem leyfir flest högg og flest brögð (hvort sem það sé högg eða liðalás, standandi eða á gólfinu).
Þetta hefur vakið gífurlega mikið umtal og spennu því að boxarar eru (eðlilega) mjög góðir með höndunum og hafa mikið fram að færa, margir hafa sagt að þessir bestu í Boxinu færu létt með að taka alla þessa menn í MMA ef þeir myndu bara læra að halda sér frá gólfinu (margir gólfglímu sérfræðingar í MMA og þar eru boxarar ekki vanir að vera).
Stephane Ouellet hefur ákveðið að keppa í UCC (Universal Combat (ekki spyrja mig hvernig UCC kemur út úr því)) og mun keppa við <a href="http://www.sherdog.com/fightfinder/displayfighter.cfm?fighterid=901">Jeff Davis</a> sem er með ferilinn 1-2 (engin jafntefli í MMA, sigur, tap eða no contest).
Þetta verður mjög gaman að sjá hvernig þetta þróast. Það fer ekki milli mála að ef Jeff Davis leyfir Stephen að spila sinn leik (að boxa) þá er þetta búið spil, en mun Jeff ná að setja inn nokkur spörk í fæturnar og vinna hann þannig niður? Er Stephen undirbúin að taka við spörkum og hnjám (oftar en ekki beyga boxarar sig langt niður til að forðast högg og gera sig þá veika fyrir hnjám/spörkum). Eða hefur Stephen þjálfað sig vel og mun geta einfaldlega útboxað hann og lokað á allar hans tilraunir til að ná honum niður?
Þetta er kannski ekki ALVEG réttlátt mat þar sem Jeff Davis er með einn sigur og tvö töp á bak við sig, en á móti má segja að Stephen hafi ekki keppt einu sinni þó að hann sé MJÖG góður boxari. Þeir sem hafa áhuga geta kíkt á heimasíðu UCC og lesið pressreleasið þar www.universalcombat.com