Frétt fengin frá http://www.taekwondo.is
10 verðlaunapeningar og bikar
Íslenska landsliðið í tækni fékk í allt 10 verðlaunapeninga og einn bikar á Danska Opna poomsemótinu sem fram fór í Kolding í Danmörku nú um helgina. Þetta er án efa besti árangur íslenska tæknilandsliðsins hingað til. Íslenska liðið keppti í einstaklingspoomse, parakeppni, mix parakeppni, poomse með tónlist og speed break.
Íslensku keppendurnir fengu:
Írunn Ketilsdóttir (Fram) fékk 1 gull og 2 brons
Hulda Rún Jónsdóttir (ÍR) fékk 1 silfur og 1 brons
Pétur Rafn Bryde (Fjölnir) fékk 3 brons
Hildur Baldursdóttir (Björk) fékk 1 brons
Magnús Þór Benediktson (Fjölnir) fékk 1 brons.
Íslenska landsliðið lenti einnig í þriðja sæti í liðakeppnini.
Landsliðið vill þakka Team Odense fyrir gestrisnina, Jesper Mathiesen fyrir styrktarveitinguna og Jamshid Mazaheri fyrir tæknilegar ráðleggingar.
Texti: Erlingur Jónsson
Upplýsingar: Eduardo Rodríguez landsliðsþjálfari Íslands