Ég ættla að byrja þessa grein á því að segja hæ…….. endilega lesiði þessa grein með opnum huga og án fordóma ef það er möguleiki….takk.

Ég fann mig knúinn til að skrifa þessa grein vegna þessarar endalausu áráttu um meting á tippastærð milli notenda huga og þá sérstaklega hérna á bardagalistum. Leyfið mér að útskýra eitt.

Sjálfsvörn er ákveðið form bardagalista sem maður notar til varnar sjálfum sér og öðrum sem minna meiga sín. Sú endalausa deila um að þessi bardagalist sé betri en þessi og þessi sjálfsvarnarlistt rústar þessari í alvöru slag og aðrar svipaðar líkingar er fáfræði og óvirðing meðal þeirra sem stunda sjálfsvörn í því formi.

Alhæfingar eru þröngsýni og þröngsýni er heimska.

Þessi orð lýsa sér nokkuð vel bara og undirstrika það sem ég er að reyna að koma á framfæri. Bardagalistir eða sjálfsvarnar íþróttir eins og svo er kallað má vera flokkuð í tvo þátta og þeir eru. Striking………og grappling….. flest allar bardagaíþróttir/sjálfsvarnir æfa aðeins það fyrranefnda Striking, færri æfa grapling og enn færri æfa báðar hliðar. Það segjir sig nokkuð sjálft að góður bardagamaður æfir báðar hliðar og þroskar og hlúir að þeim á jafnan máta. Þegar talað er um að bardagaíþróttir/sjálfsvarnir virki vel þá er gefið út frá því sjónarmiði að um er að ræða á móti óþjálfuðum einstaklingi, meðalmanni, Jóni Jónsyni ef þið vitið hvað ég á við. Og einnig má nefna þann mikilvæga hluta að í sjálfsvörn/bardaga og/eða alvöru slagsmálum þá eru nokkrir þættir sem spila inn hvort aðstæður breytast í sigur eða tap…. og þeir eru:

Liðleiki
Styrkur
Úthald
Snerpa
Færni

Og svo má hafa sem viðmiðunarorð:
It's not the dog in the fight. It's the fight in the dog!

Góður bardagamaður/sjálfsvarnariðkandi getur að jafnaði ráðið við 2 einstaklinga en þegar talan fer yfir 2….. þá er ein gott að þú vitir hvað þú sért að gera og sýna ítrustu varkárni.
Það eru líka til sjálfsvarnarlisti sem kenna varnir gegn mörgum einstaklingum í einu en aðrar sem gera það ekki. Það eru margir mismunandi þættir sem spila inn í það sem við köllum vörn gegn líkamlegum meiðslum/sjálfsvörn og það að geta rotað einn meðal Jón í slag er ekki nóg!

Ég vona það svo innilega að þið hafið lesið með opnum huga og virðingu því ég virði ykkur…. og vill ekkert annað en allt hið besta. Lífið gengur út á það að miðla þekkingu og lifa í sátt við náttúruna og allt annað í kringum sig……Ekki að vera bestur og mestu í öllu. Því að mundu………………………….sama hversu góður þú ert, það mun alltaf vera einhver til sem er betri.

;D Truespirit