Jackie Chan, eins og allir vita, er nú orðin Hollívúdd stjarna, með myndum eins og Shanghai Noon, Rumble in The Bronx, og svo auðvitað Rush Hour myndunum.
En mér finnst samt sem eitthvað vanti í þessar Hollívúdd myndir hans, gömlu classícarnir lögðu flestir mikið meiri áherslu á bardagan sjálfan, ekki eins mikið á húmorinn (sem er þó ágætur) og fannst mér þetta toppað með Rush Hour 2, enda Chris Tucker í hinu hlutverkinu. Það sem ég er að fara, er, að er það Jackie sjálfur sem er byrjaður að leggja meiri áherslu á grín, og minna á bardaga atriðin, hann sagði nú sjálfur fyrir stuttu að hann vildi fá alvarlegri hlutverk, eða er þetta bara Hollívúdd sem heldur með sínum peningaákvörðunum, að markaðurinn fíli ekki endalaus slagsmál, að grín og action sé pottþétt?
Ég hef svo sem ekkert á móti þessum nýju Hollívúdd myndum, en ég er alltaf ánægður þegar maður fréttir að gamli Jackie ætlar að gera fleiri myndir í Hong Kong.