Þegar talað er um þá sem hafa haft mest áhrif í að móta MMA og gera það að því sem það er orðið í dag koma yfirleitt upp nokkur nöfn, og ef þeir sem eru að tala vita eitthvað í sinn haus, þá hlýtur Sakuraba að vera eitt af þeim.
Sakuraba byrjaði ungur að æfa wrestling og keppti fyrir skólann sinn á framhaldsskóla aldri og var yfirburðamaður í þeim mótum. Hann fór stuttu síðar að taka þátt í pro-wrestling “keppnum” og stofnaði Takada Dojo æfingastaðinn ásamt félögum sínum Nobuhiko Takada og Naoki Sano. þó að þeir hafi einblínt á að æfa fyrir pro-wrestling í fyrstu fóru þeir síðar að líta hýru auga til Pride keppninnar sem var að festast í sessi í Japan. Sakuraba fór að keppa í Pride og var ekki lengi að eignast aðdáandarhóp í þessum nýju keppnum og er yfirleitt talað um hann sem fyrstu MMA stjörnuna í Japan. Hann þótti einstaklega skemmtilegur og mikill húmoristi bæði utan hringsins og innan. Hann var ekki hræddur við að gera frekar klikkaða hluti í bardögum eins og að taka handahlaup yfir liggjandi andstæðing, rasskella hann og koma með allskonar brögð sem engum hafði dottið í hug að myndi virka í MMA.
Árið 2000 hafði Sakuraba verið í mikillri sigurgöngu og unnið fullt af sterkum andstæðingum eins og Vernon White, Vitor Belfort, Carlos Newton og Guy Mezger. Það var þvi aðeins rökrétt að hann myndi keppa við Royce Gracie sem var ósigraður í MMA og hafði algjörlega valtað yfir UFC keppnirnar undanfarin ár. Gracie fjölskyldan var álitin ósigrandi og stíll þeirra gallalaus, þeir unnu nánast allt sem þeir kepptu í. Fyrir utan smá svartann blett á ferilskrá þeirra. Árið áður hafði Kazushi Sakuraba unnið Royler Gracie í Pride 8. Þetta ætlaði hinn ósigraði Royce að bæta upp og mættust hann og Sakuraba í fyrstu umferð fræga Pride GP 2000 mótsins. Þessi bardagi var sá lengsti í sögu MMA, 90 mínútur. Hvorugur þeirra ætlaði að gefast upp í þessu stríði en á endanum kastaði hornið hans Royce handklæðinu í hringinn og gaf sigurinn því hann hafði tekið við hrikalegum barsmíðum. Royce Gracie gat ekki staðið í fæturnar eftir þessar barsmíðar og Sakuraba stóð uppi sem sigurvegari og hafði gert það sem enginn taldi mögulegt og margir æfingarfélagar hans höfðu meðal annars reynt. Hann hafði fundið veikleika í Gracie stílnum. Og hann lét sér þetta ekki nægja, heldur vann hann stuttu seinna tvo Gracie menn í viðbót; Ryan og Renzo Gracie. Eftir þetta afrek var hann tekinn í guðatölu af Japönskum löndum sínum. Eins ótrúlega og það hljómar, þá barðist Sakuraba annan bardaga sama kvöldið og hann keppti við Royce. Og hann hefði varla getað lent á móti erfiðari andstæðing, hann þurfti að keppa á móti rússnenska þungarviktar rotaranum Igor Vovchanchyn. Hann gat ekki haldið út þann bardaga vegna ofþreytu.
Seinna kom svo að því að Sakuraba mætti ofjarli sínum. Í Pride 13 keppti Sakuraba á móti Wanderlei Silva sem seinna varð lengst ríkjandi meistari í sögu Pride. Silva var einfaldlega of mikið fyrir Sakuraba. Með gríðarlega aggressívum stíl sínum lamdi hann Sakuraba í stöppu og bardaginn var stöðvaður eftir fyrstu lotu. Stíllinn hans Silva var einfaldlega eitthvað sem Sakuraba réð ekki við, Sakuraba tókst ekki að halda Silva í jörðinni eins og hann reyndi og fékk að kenna á höggum, hnjám og spörkum brasilíumannsins þangað til hann gat ekki meir. Sakuraba og Silva mættust þrisvar og niðurstöðurnar voru alltaf þær sömu.
Eftir fyrsta bardagann við Silva fór ferill Sakuraba á niðurleið og tók hann við mörgum barsmíðum en neitaði að gefast upp. Hann barðist við andstæðinga af öllum stærðum og gerðum og gekk misvel. Flestir MMA bardagamenn stunda það sem er kallað að “kötta sig niður” fyrir bardaga. Þeir ganga um töluvert þyngri en mörkin á þyngarflokknum leyfa en létta sig niður fyrir vigtun og þyngja sig svo aftur fyrir bardaga. Hjá Sakuraba er þetta þveröfugt. Hann hefur verið að keppa við miklu stærri og þyngri andstæðinga allan ferilinn sinn.
Núna nýlega hefur Sakuraba gengið nokkuð vel. Hann hefur unnið tvo sterka andstæðinga í röð. Seint á síðasta ári keppti hann við aðra MMA goðsögn frá fyrstu árum íþróttarinnar, Ken Shamrock og vann þann bardaga á TKO í fyrstu lotu. Stuttu eftir það mætti hann Ikuhisa Minowa, annarri japanskri MMA stjörnu og submittaði hann. Sakuraba hefur lýst því yfir að hann ætli að halda áfram að berjast, þó að hann sé plagaður af meiðslum og er jafnvel talað um að hann muni taka þátt í Pride Open Weight GP mótinu sem haldið verður á þessu ári. Það kemur ekki á óvart að hann vilji það, enda er hann ekki hræddur við neinn. Og mun sennilega halda áfram að keppa við þá bestu þangað til hann getur ekki gengið lengur.
Hér eru nokkrir bardaga með honum til að downloada fyrir þá sem hafa áhuga:
Sakuraba VS Rampage - Frábær bardagi þar sem Sakuraba berst við hinn miklu stærri og sterkar Quinton “Rampage” Jackson.
Sakuraba VS Royler Gracie - Einn af þessum fjórum frægu viðureignum Sakuraba við Gracie menn.
Sakuraba VS Yoon Dong Sik - Nýlegur bardagi þar sem Sakuraba fer frekar létt með Kóreumanninn Sik.
Sakuraba VS Renzo Gracie highlight - Klippt útgáfa af bardaganum hans við Renzo Gracie
Sakuraba VS Wanderlei Silva - Þetta var bardaginn sem fór svona illa með hann.
Sakuraba Highlight, það besta (og versta) sem hann gerði á ferlinum