Núna seinustu 8 ár hefur ótrúlega mikið verið að gerast í bandaríkjunum í sambandi við bardagaíþróttir. Þetta byrjaði allt með fyrstu UFC keppnunum þar sem menn frá öllum bardagaíþróttum komu saman og slógust í keppni þar sem engar reglur væru nema að bannað væri að pota í augun. Þetta varð strax gífurlega vinsælt því þetta var ógurlega brutal og blóðsúthellingarnar miklar, en þrátt fyrir að þarna væru 2 metra vöðvatröll og margir mjög hæfileikaríkir menn, þá var það maður að nafni Royce Gracie sem vann UFC 1,2 og 4 (hætti keppni í #3 vegna meiðsla í einum bardaganum). Það sem Royce gerði sem átti eftir að hafa varanleg áhrif á heim bardagalista það sem eftir er var að vinna alla andstæðingana án þess að rota þá eða jafnvel meiða að einhverju viti, hann tók þá í ýmislega lása eða “kyrkti” (choke) þá, það voru allir algjörlega varnarlausir þegar Royce var búinn að ná þeim niður.
Síðan að þessir fyrstu UFC áttu sér stað hafa sprottið upp fjölmörg ný samtök og eru ótrúlega margir að æfa þetta í dag, og í dag eru allir ótrúlega fjölhæfir, mjög klárir í Jiu Jitsu (Brasilísku eins og Royce æfði) og margir hverjir ótrúlega sterkir í að sparka og kýla. Margir hafa kallað þetta eina leiðina til að undirbúa sig fyrir alvöru slagsmál er að æfa sig þannig að allt sé leyft (nema það allra grófasta) og gera það svolítið rough. Margir telja að þetta sé líka eina leiðin til að komast að því hvort að bardagaíþrótt sé góð í alvörunni, setja hana í keppni þar sem allt er leyft og sjá hvernig gengur.
Þá fyrst hefjast umdeildu hlutirnir :) Því að þeir sem teljast til “Hefðbundnir” bardagamenn (eins og Karate, Kung Fu, Aikido o.s.frv) hafa trekk í trekk tapað fyrir “Jarðbundnum” bardagamönnum (Realistic og Traditional martial arts). Margar íþróttir hafa náð að sanna sig með tímanum, margir karate gaurar hafa farið í að læra að slást á jörðinni líka og hafa staðið sig vel eftir það, en ótrúlega fáum hefur tekist að gera þetta, og hafa þá margir spurt sig, munu hefðbundnar bardagaíþróttir deyja út með hinum vaxandi vinsældum MMA?
Ýmsar spurningar vakna þegar maður kynnir sér og fylgist með MMA, er maður að æfa íþrótt sem er nógu góð í þetta? Hvernig myndi maður standa sig? Hvernig myndi besti maðurinn í skólanum standa sig?
Það er náttúrulega ljótt að vera að efast um sína íþrótt :) Við vitum öll sem erum að æfa að þjálafarar okkar hafa upp á mikið að bjóða og geta kennt okkur mikið, en það er samt lítið annað hægt að en dást að fólki sem þorir að leggja allt í þetta og hætta á að fá hnéspörk af fullu afli í hausinn eða bakið og eða láta kæfa sig í svefn.
Endilega að fá einhver comment á þetta.