Góðan dag.
Sjálfsvarnaríþróttir byggjast engan veginn upp á að berja náungann, heldur að verjast gegn náunganum. Ef börnum er kennt rétt, þá læra þau að þau megi EKKI snerta náungann nema í nauðsyn.
Ekki nóg með að ef þetta er kennt rétt, þá berji þau engan, heldur verður sjálfsálit betra, líkamlegt ástand betra og andlegt.
Bardagaíþróttir allar byggjast á þessu. Þær byggjast á því að geta varist og tekið út mann (ekki endilega drepa hann sko!) sem virðist vera ógnun. Þetta fjallar allt út á sjálfsvörn, aga o.fl. Margir hafa notað þetta til að berja fólk, enda er ekki í lagi með þá vitleysinga, en þeir fá hærri dóm en aðrir, þar sem þeir eru þjálfaðir til að geta tekið út ógnun. Ég man þegar ég var í Jiu-Jitsu, þá sagði þjálfarinn “Þið verðið að muna, að ef þið verðið tekin fyrir að lemja á einhverjum, þá fáið þið mun hærri dóm, fáið hvergi að læra aftur, þar sem þið eruð þjálfuð til að lemja, (og einhvers staðar nefndi hann drápsvélar, sem er satt, því enginn vandi fyrir þjálfaðan mann að drepa, með réttum brögðum)”
Þannig að það eru bara hálfvitarnir sem haga sér svona, þannig að ef barnið þitt sem æfir einhverja íþrótt, og virðist vera að nota það á náungann vil þess eins að berja, þá skal barnið tekið úr íþróttinni tafarlaust!
Þar sem það hættir því ekki.
Með það að börn æsist upp, það á ekki að gerast, börnunum er kenndur ákveðinn agi, sem segir þeim að vera eins róleg og mögulegt er.
Þetta með tölvuleikina, jú þeir eru öfgafullir, en allir saman byggjast þeir á ákveðinni sögu um keppnir sem menn verða að keppa, o.s.frv. Verða að keppa þar til annar andstæðingur er dauður. Þannig að jú þeir geta jú alveg haft slæm áhrif á börnin ef þau meðtaka ekki allt alveg rétt.
Jæja nenni ekki að skrifa meira.
ViceRoy