Mér finnst MMA viðbjóðsleg iðja. Get ekki fengið mig til að telja þetta eina tegund íþrótta. Ég skil ekki í fólki sem berst fyrir framgangi svona viðbjóðslegrar iðju og ég á bara erfitt með að hlusta greindarskorta menn verja þetta því þeir vita ekki betur.


Hér eru tvær ágætar greinar sem lýsa hvernig box/MMA veldur heilaskaða. Báðar taka sem dæmi ástand Muhammeds Ali eins mesta boxara sögunnar. Ástand hans núna er dæmi um hvernig box fer með fólk. Seinni greinin er fræðileg en hún lýsir hvernig það er ekki að höfuðhöggin sjálf séu svo hættuleg í boxinu, heldur er það þessi tíðni þeirra.

Bittersweet Science - More former boxing champs show signs of brain damage

NEUROPATHOLOGY AND SOCIOLOGY OF BOXING


“Dementia pugilistica - Also called chronic traumatic encephalopathy, dementia pugilistica primarily affects career boxers. The most common symptoms of the condition are dementia and parkinsonism caused by repetitive blows to the head over a long period of time. Symptoms begin anywhere between 6 and 40 years after the start of a boxing career, with an average onset of about 16 years.

Boxing produces chronic brain damage in a high proportion of participants, some more than others. ”
Mér finnst að ef frelsið á að vera svo mikið að fólk fái að stunda hættulega iðju og halda einhvers konar mót til að berja hvert annað vegna þess að það hefur ánægju af því þá eigi það sama fólk að fá nákvæmar upplýsingar um þá áhættu sem það er að taka.