Það sem olli mér smá vonbrigðum með Bandarísku útsetninguna á þessum atburði var að ekki voru allir bardagarnir sýndir, reyndar voru það aðallega “freakshowin” sem Japanarnir hafa svo gaman að sem ekki voru sýnd (Giant Silva og co.) en þó hefði ég viljað sjá t.d. Aleksander bardagann. Hér ætla ég að skrifa um bardagana (sem sýndir voru) á þessu stjörnu prýdda kvöldi.

Bardagi 1: Fedor Emelianenko VS Zuluzinho
Fedor er búinn að vinna næstum því alla þá bestu og fékk eitt stykki boxsekk til að hamra á þetta kvöldið. Risastórann boxsekk, Zulu, sem er 177Kg lét Fedor líta út eins og einhvern dverg í hringnum. Þeir heilsuðust og Fedor stóð kyrr í smá stund og miðaði Zulu út sem þorði ekkert að gera. Síðan stökk Fedor allt í einu inn og kom með tvö högg, það síðara sem hitti beint í mark var svo fast að það dundi í aumingja Zulu og hann fór niður í jörðina. Fedor hélt áfram að lemja hann og dómarinn stöðvaði bardagann eftir 26 sekúndur. Fedor tók hljóðnemann og sagði “Sorry Zulu”. Salurinn trylltist úr hlátri.

Bardagi 2: Hidehiko Yoshida vs. Naoya Ogawa
Tveir af bestu Júdó mönnum heimsins keppa hér og þó svo að Ogawa sé frábær bardagamaður er Yoshida eiginlega bara klassa fyrir ofan hann enda hefur hann keppt á móti mörgum af bestu MMA mönnum heimsins og unnið þá flesta. Yoshida virðist hafa æft sig í standandi bardaga og er orðinn sæmilegur striker, Ogawa er hinsvegar frekar aumkunnarverður striker og hafði Yoshida því yfirhöndina þar. Meirihluti bardagans var þó í clinchi og gólfinu eins og búast mátti við. Glíman var hörkuspennandi og endaði þannig að Yoshida tókst að ná mögnuðum armbar á Ogawa úr guardinu.

Bardagi 3: Dan Henderson VS Murilo Bustamante
Fyrsti titilbardagi kvöldsins. Báðir þurfti þeir að leggja mikið á sig til að komast þangað, þeir sigruðu báða bardagana sína í hinu magnaða Bushido 9 móti og augljóslega var mikið lagt undir hérna. Fyrstu lotunni fannst mér stjórnað af Bustamante sem stjórnaði standup-inu með góðri boxtækni og náði líka nokkrum takedowns, Henderson var mikið á bakinu og Bustamante náði nokkrum góðum spörkum á hann úr þeirri stöðu. Þegar liðið var aðeins á hina lotuna (það eru bara tvær lotur í Bushido bardögum) tókst Henderson hinsvegar að ná undirtökunum, hann tók nokkur góð hné og náði inn góðum höggum og var næstum því búinn að klára þetta en Bustamante tókst að tóra og þetta fór í Decision. Henderson vann á Split Decision sem kom mér svolítið á óvart því mér fannst Bustamante stjórna meiri hluta bardagans, en Henderson hefur greinilega náð að stela þessu með syrpunni sem hann náði í annarri lotu.

Bardagi 4: Hayato Sakurai VS Takanori Gomi
Þetta er bardaginn sem allir voru að bíða eftir, Sakurai er með mikla reynslu úr MMA og er nýlega búinn að létta sig og farinn að keppa í léttvigtinni í Bushido þar sem hann hefur staðið sig frábærlega með 4 sigra úr 4 bardögum. Gomi er hinsvegar konungur Bushido, og var ósigraður eftir 9 bardaga fyrir þennan bardaga. Báðir eru þeir magnaðir strikerar og eins og mátti búast við skiptist þeir á höggum í smá tíma, Sakurai náði nokkrum mjög góðum inside leg kicks sem voru örugglega sársaukafull. Bardaginn fór svo í jörðina þar sem Gomi náði bakinu á Sakurai ground n poundaði hann á fullu. Sakurai náði að standa upp en var greinilega meiddur og Gomi var ekki lengi að klára hann eftir tæpar 4 mínútur. Gomi virðist vera óstöðvandi.

Bardagi 5: Kazushi Sakuraba VS Ikuhisa Minowa
Ofurstjarnan Sakuraba keppir hérna á móti Minowa, sem hefur verið að standa sig vel í Bushido keppnunum. Sakuraba var mjög afslappaður. Hann leyfði Minowa að eyða kraftinum sínum í vitleysu náði honum á endanum í Kimura. Sakuraba á greinilega mikið eftir, nú er hann búinn að vinna tvo bardaga í röð á móti sterkum andstæðingum og virðist nýtt líf vera komið í feril hans.

Bardagi 6: Mirko Cro Cop Filipovic VS Mark Hunt
Þetta var bardaginn sem ég var spenntastu fyrir og hann olli ekki vonbrigðum. Þetta eru tveir af allra, allra bestu strikerum heimsins. Hunt stjórnaði meiri hluta bardagans og náði inn fleiri höggum meðan Cro var meira að reyna að bakka og bíða eftir því að Hunt gerði mistök til að ná inn sparki. Hann náði inn nokkrum spörkum sem hefðu tekið hausinn af meðalmanninum en Hunt hristi þau af sér, tvö axarspörk og nokkur af frægu roundhouse spörkunum hans Cro Cops virtust ekki vera nóg til að stöðva Hunt sem náði mörgum mjög góðum höggum inn. Hann náði Cro Cop nokkrum sinnum upp að kaðlinum og lét höggun dynja á honum, í eitt skiptið fannst mér eins og Cro væri á leiðinni niður. Það er ótrúlegt hvað Hunt er snöggur og fimur miðað við 113Kg mann, hann gerir roundhouse spörk í haus, fljúgandi hné og hringspörk eins og hann sé að drekka vatn. Þegar allt kemur til alls fannst mér Hunt hafa yfirburðina, þó Cro Cop hafi líka náð mörgum góðum höggum inn sjálfur. Hunt vann þetta í Split Decision og það er ljóst að hann er núna búinn að stimpla sig inn sem einn besti þungarviktarmaðurinn í heiminum í dag.


Bardagi 7: Wanderlei Silva VS Ricardo Arona
Þá var komið að stóra bardaganum, rematchið sem margir höfðu beðið eftir. Arona er einhver leiðinlegasti bardagamaður heimsins að mínu mati. Taktíkin hans er í rauninni bara að halda andstæðingnum niðri þangað til bardaginn er búinn og vinna þannig á stigum. Silva er andstæðan við það, enda einhver rosalegasti rotarinn í heiminum. Arona byrjaði á því að ná takedown og halda Silva niðri, en Silva losaði sig og snéri bardaganum sér í vil. Silva náði nokkrum góðum höggum í standup-inu og stór hluti bardagans var þannig að Arona lá og Silva sparkaði í fæturnar á honum. Arona gerði mikið að því sem hann gerir best, ná takedown og bara halda Silva niðri. Þessi bardagi var frekar leiðinlegur þökk sé Arona, Silva tók þetta á split decision sem var mjög umdeild niðurstaða þar sem Arona stjórnaði meira hluta bardagans með Silva undir sér. En kannski eru dómararnir bara að senda þau skilaboð að það sé ekki nóg að liggja á andstæðingnum þangað til bardaginn er búinn, maður verður að reyna að enda bardagann.