MMA keppnir eru alltaf að þróast og verða betri með hverju ári sem líður. Ef maður horfir á fyrstu 5 UFC keppnirnar sér maður hvað bardagamennirnir þar voru langt á eftir þeim sem eru uppi í dag. Á þeim tíma, 1993, voru Bandaríkjamenn með kolranga hugmynd um það hvernig alvöru bardagar eru. UFC var sett upp sem eitthvað “style VS style” dót þar sem t.d. Tae Kwon Do gaur keppti á móti Karate eða Kung Fu gaur. Menn voru að búast við því að þessir menn, sem margir voru með 5Dan eða hærra, gætu notað öll þessi flottu spörk sín til að koma með eitthvað rosa show. En allt kom fyrir ekki, og Royce Gracie notaði Brasilískt JiuJitsu eins og allir ættu að vita sem fylgjast með bardagaíþróttum, til að “neutralisa”(sorry, kann ekki íslenskt orð yfir þetta) brögð mannanna úr hefbundnu bardagalistum. Hann tók þá í jörðina og náði þeim í lás og bardaginn var búinn. Aðrir tveir bardagamenn sem stóðu upp úr á þessum tíma voru Dan Severn sem notaði wrestling og Ken Shamrock sem einnig sérhæfði sig í gólfglímu.
Margir segja þetta sönnun fyrir því að það að grappla sé betra en að berjast standandi og kíla og sparka. En nú hefur annað komið í ljós. Íþróttin hefur þróast svo mikið, að nú virðist jafnvægi hafa nást í þessu og strikerar jafnvel orðnir öflugri. Andrei Arlovski, þungarviktar meistari UFC er t.d. gríðarlega öflugur kickboxari, og er reyndar líka góður í jörðinni. En berst aðallega standandi og hefur unnið langflesta bardaganna sína á rothöggi. Í léttþungarviktinni ræður svo Chuck Liddell ríkjun. Hann er striker í gegn. Svakalegur rotari. Svo ef við förum í Pride má nefna menn eins og Mirko “Cro Cop” Filipovic sem er ekkert nema snillingur sem allir ættu að þekkja, Brasilísku mennina Wanderlei Silva sem algjörlega réð ríkjum í mörg ár í sínum þyngdarflokki og Mauricio “Shogun” Rua sem er nú ekki nema 24 ára en hefur rotað 11 menn í þeim 13 bardögum sem hann hefur keppt í og stefnir í að verða einhver allra, allra besti MMA maður sem uppi hefur verið ef hann heldur svona áfram.
Þessir menn eru rotarar, sem æfa sig samt í jörðinni. Þeir kunna að verjast því að vera tappaðir út og umfram allt að verjast takedowns. Halda bardaganum standandi og rota andstæðinginn. Svona menn voru bara ekki til þegar UFC var nýbyrjað og þess vegna voru það grapplerarnir sem algjörlega réðu ríkjum. Nú hefur það komið í ljós að menn verða að æfa allar hliðar bardagans ef þeir ætla að komast eitthvað langt.
En myndu háklassa boxarar eins og Kostya Tszyu, Bernard Hopkins, Jermain Taylor, Floyd Mayweather, Roy Jones, Antonio Tarver og já, meistari Tyson geta gert eitthvað í MMA keppnum? Þetta er spurning sem mikið hefur verið rifist um. Og svar mitt við því er nei, þeir gætu það ekki ef þeir myndu stíga inn í hringinn eins og þeir eru í dag, án þess að hafa æft sig úr fleiri bardagastöðum en að skiptast á höggum af sömu ástæðu og gaurarnir sem töp(p)uðu á móti Royce Gracie í byrjun UFC gátu það ekki. Þeir yrðu teknir í jörðina og kláraðir. Og ef þeir færu á móti striker eins og Cro Cop myndi hann sparka í fæturnar á þeim þangað til þeir gætu ekki hreyft sig, Wanderlei Silva myndi hnjáa þá þangað til þeir dyttu niður. Því þeir kunna ekki að verjast svoleiðis árásum. EN EF háklassa boxari myndi æfa sig í því að grappla, verjast takedowns og allt það. Og beita sömu taktík og menn eins og Cro Cop. Gætu þeir rústað langflestum MMA mönnum standandi. Og það er það sem ég er að bíða eftir, það væri virkilega gaman að fá einhvern rosalegann boxara inn í þetta. Þeir bestu hafa einfaldlega ekki reynt fyrir sér þannig við vitum ekki hvernig það gengi.
En það er ekki að fara að gerast. Og af hverju? Því Pride og UFC eru mikið minni í sniðum en boxið og bestu boxararnir fá margfallt hærri laun en bestu MMA mennirnir. Þannig af hverju í fjandanum ættu þessir boxarar að vera að vesenast eitthvað í MMA?