Handhafi Hnúavaldsins - karlmenn og ofbeldi.
Stundum finnst manni að það sé afar stutt í hellisbúann í manni. Þegar maður klemmir sig er fyrsta viðbragðið að krossbölva, stappa fótum og berja í borð. Þegar erfiðleikar steðja að á vinnustað eða heima fyrir virðist það einhvernveginn vera nauðsynlegt að kreppa hnefa og gnísta tönnum, þrátt fyrir að slíkir tilburðir geri nákvæmlega ekki neitt til þess að leysa vandamálið. Berja. Bíta. Skemma. Eyðileggja. Þetta eru allt tilfinningar sem að blunda í nútíma karlmanninum undir rakspíra-spreyjuðu hvítflibba yfirborðinu. Þegar á reynir viljum við ekki snúa lyklinum í hurðinni því að það er svo miklu auðveldara og svalandi að einfaldlega brjóta hana niður.
Fréttamiðlarnir, og nánasta umhverfi okkar virðast full af frásögnum af slagsmálum, líkamsárásum og heimilis ofbeldi. Sem karlmaður skammast ég mín sáran fyrir kynbræður mína og hegðun þeirra. Siðmenning getur ekki þrifist þar sem að friðsamt fólk er ofurselt handhöfum hnúavaldsins. Þeim ber að refsa og senda skýr skilaboð að ofbeldi verði ekki liðið. En erfitt er að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið í hann, og ávallt munu spretta fram nýir menn sem níðast á sakleysingjum.
Sem iðkandi bardagalista til nokkurra ára er undirritaður oft sakaður um að vera slagsmálahundur og hafa gaman af ofbeldi. Þessi afstaða finnst mér vera röng þar sem að flest fólk notast við skilgreiningu á ofbeldi sem að stenst ekki við nánari athugun. Ofbeldi er verk- naður sem að þolandinn vill ekki, og er framinn af einni manneskju við aðra, yfirleitt mun veikbyggðari mann eskju. Ofbeldi er afleiðing skorts á eðlilegri tjáningu mannlegrar árásargirndar.
Í hinni miklu kvenfrelsis bylgju síðustu aldar og styrktrar sjálfsímyndar kvenna hafa karlmenn að vissu leyti orðið útundan og utanveltu í siðmenningunni. Við erum neyddir til að falla að formi sem að að neitar okkur um eðlilega tjáningu á einni af grundvallar tilfinningum (karl)manns skepn- unnar
Að afneita þessum grunn eiginleika býður upp á ýmis vandamál, t.d ofbeldi gegn konum og öðrum minnimáttar, óhóflega sækni í félagsleg eða fjárhagsleg völd yfir öðrum eða sjúklegan ótta við að verða sjálfur fórnarlamb. Innan ramma sanngjarnar keppni getur ekkert ofbeldi átt sér stað því að báðir aðilar eru þar af fúsum og frjálsum vilja. Í gegnum ritúal hólmgöngunar er hinn innri villimaður dreginn út, fær að spóka sig í öruggu umhverfi og hverfur svo aftur inn í hugarfylgsni sitt án þess að saklausir verði fyrir barðinu á honum.
Í kvikmynd David Fincher Fight Club býr hinn ónefndi sögumaður til aukasjálfið Tyler Durden, frjálsan og óháðan hellisbúa sem að setur sínar eigin reglur. “Saman” stofna þeir bardagaklúbbinn, þar sem ósköp venjulegir menn kynnast sínum sönnu innri mönnum í gegnum blóðug slagsmál sín á milli í skítugri kjallaraholu. Þessi klúbbur starfar þó eftir sínum eigin innri lögmálum, þar sem að allir þáttakendur eru jafn réttháir og öðlast innri frið í gegnum tap og sigra, bræðra- lag og baráttu.
Þó svo að Fight Club sé einungis kvikmynd þá slær hún á ýmsa strengi innra með undirrituðum. Getur verið að hægt sé að byggja upp heilbrigðara samfélag með því að kenna sonum okkar og bræðrum að tjá árásargirni sína á öruggan hátt?
Fyrir nokkrum árum sá ég afar áhugaverðan þátt af hinum vinsæla fréttaskýringaþætti 60 Minutes. Þar var fjallað um vandamál ungra fílstarfa í þjóðgarði í S-Afríku. Þeir voru fluttir ungir á verndað svæði til að forða þeim frá veiðiþjófum. Þar sem erfitt reyndist að fanga fullorðnu tarfana voru þeir skildir eftir og ólust ung tarfarnir upp hjá mæðrum sínum eingöngu. Þegar þeir uxu úr grasi urðu þeir jafnt mönnum sem dýrum stórhættulegir vegna árásargirni. Það aðhald sem að stærri tarfarnir hefði veitt þeim var ekki til staðar. Í stað þess að kljást við sér eldri og reyndari tarfa um virðingu og mökunarrétt níddust þeir á blásaklausum nashyrningum á svæðinu. Getur verið að karlkyns Homo Sapiens eigi við sama vandamál að stríða?