Glöggir bardagamyndanördar hafa kannski tekið eftir því að persóna sem heitir Wong Fei Hung kemur mjög oft fyrir í svona myndum sem hetjan, hann er í yfir 200 myndum. Ástæðan fyrir því er að Wong Fei Hung er nokkursskonar goðsögn og hetja í kína og óteljandi sögur eru til um hann. En hver var eiginlega þessi maður? Það er það sem ég ætla að segja frá í þessari grein. Ég fékk heimildir á síðum eins og Wikipedia og Google og það er líklegt að margar sögurnar um þennan mann eru ýktar eins og gengur og gerist og það er mikið deilt um vissa hluti varðandi líf hans en ég ætla bara að biðja ykkur um að lesa þetta með opnum hug sem skemmtun.
Wong Fei Hung fæddist árið 1847. Hann var alinn upp í mikillri fátækt og fór að vinna við það að selja lyf og taka þátt í sýningum mjög ungur. Faðir hans var mikill bardagamaður en vildi ekki kenna sini sínum bardagaíþróttir í fyrstu. En kynnti hann samt á endanum fyrir Hung Gar stílnum og byrjaði að kenna honum þegar hann var sex ára gamall. Wong Fei Hung vann lengi við það að aðstoða faðir sinn við lækningar. Þeir tóku við öllum sjúklingum sama hvort þeir gátu borgað eða ekki og er það kannski ástæðan fyrir því að fjölskyldan átti svona lítinn pening.
Á unglingsaldri hitti hann svo mikinn bardagamann sem hét Lin Fucheng og lærði af honum margar bardagaaðferðir eins og Tianxian hnefaleika og meðhöndlun ýmiskonar vopna. Wong Fei Hung varð ungur meistari í Hung Gar Kung Fu stílnum og fóru sögur að berast af þessum snillingi þegar hann varð tvítugur. Hann þróaði Hung Gar stílinn mikið og er hann talinn vera faðir nútíma-Hung Gar. Hann bjó til hið svokallaða tiger-crane form og 9 hnefanna. Hann var frægastur fyrir skuggalausa sparkið sitt sem er í rauninni bara fancy nafn fyrir leyftursnöggt frontkick sem gert er eftir að villt er um fyrir andstæðingnum með handahreyfingum. Til er saga um það að útlendingar hafi sigað risavöxnum hundi á hann og hann hafi drepið hann með þessu sparki. Hann villti um fyrir hundinum með klút í hendinni og drap svo með sparki í hálsinn. Hann tók við mörgum áskorendum til að sanna hversu góður stíllinn hans var og þar sem hann var uppi á þeim tíma sem útlendingar streymdu til Kína barðist hann við marga vestræna bardagakappa og eru til heimildir fyrir því að hann hafi t.d. sigrað rúmlega tveggja metra háann rússnenskan boxara, sjálfur var hann ekki hærri en 160 sentimetrar. Hung sérfhæfði sig einnig í að berjast með staf og sigraði eitt sinn 30 manna hóp á með því vopni.
Wong Fei Hung helgaði lífi sínu að vernda hina veiku. Hann rak sína eigin læknastofu og kenndi bardagaíþróttir. Ef fólk var í vandræðum kom það oft til hans. En lífið hans var enginn dans á rósum, áföllinn sem hann gekk í gegnum voru ótrúleg. Hann missti þrjár eiginkonur úr veikindum og fékk það nafn á sig að það væri bölvun á honum. Hann missti einnig einn son sinn, sem drepinn var af þjófum sem hann lenti í vandræðum við. Hung ákvað þá að kenna hinum sonum sínum ekki að berjast, hann vissi nú hvað faðir hans hafði verið að hugsa mörgum árum áður þegar hann vildi ekki kenna honum. Hung lenti líka einu sinni í því að skólinn hans var brenndur til kaldra kola, en hann byggði hann aftur upp og hélt ótrauður áfram að hjálpa hinum veiku, Eitt sinn var Hung að taka þátt í sýningu í bænum sínum. Það var hefð fyrir því í Kína á þessum tíma að besti bardagameistarinn endaði sýningarnar með ljónadansi og gerði Hung það. En þegar hann var að dansa sparkaði hann óvart einum skónum af sér sem lenti í konu sem var að horfa á. Konan varð brjáluð og úthúðaði honum fyrir kæruleysi sitt fyrir framan alla. Hung baðst afsökunar og dáðist af hugrekki hennar að standa upp og skammast í honum, einum besta bardagakappa sem uppi var fyrir framan alla. Stuttu síðar bað hann hennar og þau giftust. Konan, sem hét Mok Gwai Lan hafði reynslu af Kung-Fu og Hung kenndi henni Hung Gar stílinn og vann hún síðar einnig við kennslu í skólanum hjá honum.
Wong Fei Hung algjörlega ósjálfselskur maður sem hugsaði fyrst og fremst um aðra og það er ekki furða að hann sé talin einhver mesta hetja sem uppi hefur verið í Kína.
Nokkrar frægar Kung-Fu myndir sem Wong Fei Hung kemur fyrir í :
1997 - Once Upon a Time in China & America
1994 - Drunken Master II
1994 - Once Upon a Time in China 5
1993 - Iron Monkey
1993 - Last Hero in China
1993 - Once Upon a Time in China 4
1993 - Once Upon a Time in China 3
1992 - Once Upon a Time in China 2
1991 - Once Upon a Time in China
1986 - Millionaire's Express
1981 - Dreadnought
1981 - Martial Club
1980 - Magnificent Kick
1979 - Butcher Wing
1979 - Magnificent Butcher
1978 - Drunken Master
(listi fenginn af KungfuCinema.com)